Ofurfæða – Matur sem er sniðugur út í Boozt

Boozt drykkir eru hollir á morgnana, eftir vinnu og á kvöldin! Þeir eru hollir en þú getur gert þá enn hollari með því að setja ýmsa ofurfæðu út í þá. Og það án þess að skemma bragðið. 

Í sumar er rétti tíminn til að lappa upp á heilsuna og komast í gott form. Smoothie drykkir munu gefa þér heilmikla orku og næfingarefni sem líkaminn þarf. Bættu ofurfæðunni við og þú færð betri drykk sem gefur þér eins mikla orku og hægt er. Hvað er svo þessi ofurfæða?  Í stuttu máli sagt er ofurfæðan plöntuefni. Þau vinna gegn sjúkdómum, styrkja ónæmiskerfið og styðja við vellíðan líkama og sálar.   Við skulum líta á nokkrar tegundir af ofurfæðu.

1

Spínat

Settu eins og eina lúku af fersku spínati út í þegar þú býrð næst til smúðí. Í spínati eru trefjar -og þær hjálpa til að hemja lystina- og eru með mikil andoxunarefni.

  

Döðlur

 

Bættu þessari ofurfæðu út í drykkinn þinn áður en þú ferð í ræktina. Í döðlum er meiri sykur en í nokkrum öðrum ávexti og þær eru mjög orkuríkar.  .

3

Hörfræ.

 

Bættu smávegis af hörfæi eða hörfræolíu út í drykkinn og náðu þér í omega-3 fitu sýru sem er þér alveg nauðsynleg. Hún er góð fyrir hjartað og æðakerfið og styrkir ónæmiskerfið.

4

Matcha grænt teduft

Það er betra fyrir þig að nota græna Matcha teduftið en að drekka grænt te því að þú færð allt laufið í duftinu. Ein skeið af þessu dufti jafnast á við marga bolla af grænu te. Það eykur orku og bætir einbeitingu. 

 

5

Spirulína

Þú skalt ekki hika við að nota þetta blágræna þang. Ýmsir telja að þetta sé hið besta prótein, einna líkas því að maður sé að borða nautakjöt. Í spirulína eru  omega-3 fitu sýrur, E vítamín, kalk og margt fleira. Það hjálpar til að byggja upp vöðvana og styrkir ónæmiskerfið. En maður ætti ekki að nota mikið í hvern drykk af því sterkt þangbragð er af efninu.

6 

 

Óunnið hunang

 

Óunnið hunangið gerir drykkinn auðvitað sætan en í því er mikið af B og C vitamínum. Það bætir meltinguna og ýmsir álíta að það dragi úr líkum á því að fólk fái krabbamein.

7

Kókosolía

 

Ertu að vinna í að létta þig? Þá skaltu bæta 2 matskeiðum af  kókosolíu út í drykkinn þinn áður en þú ferð í ræktina. Kókosolía vinnur á líkamsfitunni og breytir henni í orku. Hún gefur manni líka orku til langs tíma.  

Goji ber

Goji ber eru ein bragðbesta ofurfæðan. Margar Asíuþjóðir hafa um aldir notað þau til að tryggja langlífið. Í þeim eru yfir 20 tegundir vítamína og steinefna. Þau koma líka reglu á hormónin í líkamanum, bæta sjónina og styrkja ónæmiskerfið. Venjulega eru þau seld þurrkuð og þess vegna þarf að leggja þau í bleyti áður en þau eru notuð.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here