Orkustöðvar: Hvaða hlutverki gegna þær í lífi okkar?

Mörg okkar hafa heyrt talað um orkustöðvar en vita ekki almennilega um hvað þær snúast.

Hvort sem þú ert manneskja sem ert í andlegum málefnum eða ekki, þá spila orkustöðvarnar óneitanlega eitt mesta hlutverk í lífi okkar. Hver orkustöð fyrir sig hefur hlutverki að gegna og hefur þann eiginleika að hjálpa okkur við að halda bæði innra og ytra jafnvægi í líkama okkar og sál. Ef orkustöðvarnar þínar eru í ójafnvægi, getur það haft bæði líkamlegar og andlegar afleiðingar.

 

maxresdefault

 

Gagnsemi þess að þekkja orkustöðvarnar sínar vel, hjálpa okkur við að verða besta útgáfan af sjálfum okkur. Við lærum að þekkja hver við í raun erum og með því að jafna orkustöðvarnar sínar út, er hægt að ná betri andlega og líkamlega líðan.

 

Orkustöðvarnar eru 7 og allar hafa þær áhrif á hvor á aðra:

 

 

1. Rótarstöð hefur rauðan lit er staðstett við rófubeinið. Það sem rótarstöðin stendur fyrir er lífið, tilfinningar, grunnþarfir, svo sem húsnæði, matur og fleira sem er grunnurinn að okkar lífsviðurværi.

Rótarstöðin er tenging okkar við jörðina og hefur tengingu við höfuðstöðina. Ef þessi stöð er í ójafnvægi getur verið erfitt að ná andlegri tengingu.

Rótarstöðin tengist líffærum okkar og líkama okkar á þessa vegu:

  • Blóði okkar,
  • Nýrnahettum,
  • Neðra baki,
  • Beinum,
  • Fótum,
  • Taugakerfi,
  • Lyktarskyni
  • Öllu því sem tengir okkur við jörðina.

Ef rótarstöðin þín er í ólagi geta komið fram alls kyns líkamleg og andleg vandamál:

  • Verkir í líkamspörtum og beinum,
  • Gigt,
  • Hægðatregða,
  • Þreyta,
  • Leiða,
  • Biturð,
  • Girni í veraldlega hluti,
  • Vonbrigði
  • Sektarkennd,
  • Reiði,
  • Ósætti við hlutskipti sín í lífinu
  • Erfiðleikar með að fyrirgefa öðrum og sjálfum sér
  • Erfiðleikar með að takast á við daglega hluti og að slaka almennilega á, óákveðni og áhyggjur sem erfitt getur reynst að vinna úr, ofl.

Ef rótarstöð þín er í lagi, finnur þú fyrir vellíðan í líkamanum og mikla lífsorku. Geta til að takast á við hlutina og að vera sáttur við þín hlutskipti í lífinu.

2. Magastöðin er tilfinningastöðin okkar og er við naflann. Hún er appelsínugul að lit og tengist ennisstöðinni eða þriðja auganu. Þessi orkustöð tengist:

  • Hversu aðlaðandi við erum
  • Hversu skapandi við erum
  • Tilfinningum og löngunum,
  • Nánd,
  • Kynlífi og samböndum okkar við aðra o.fl.

Tunglið hefur mikið að segja um þessa orkustöð og tengist hún þvagkerfi, sogæðakerfi, fitusöfnun, húð, tungu og öllu því líffræðilega sem er vökvatengt í líkamanum. Hún hjálpar okkur við að sætta okkur við okkar hlutskipti í lífinu og að sætta okkur við aðra.

Ef þessi orkustöð er í ójafnvægi getur það valdið

  • Vandamálum í þvagkerfi,
  • Vandamálum í blöðruhálskirtli,
  • Ófrjósemisvandamálum,
  • Vandamálum með kynlíf,
  • Verkjum í mjóbaki,
  • Kaldlyndi,
  • Kynlífsfíkn,
  • Vanmætti,
  • Sektarkennd
  • Feimni.

Orkustöðin hefur áhrif á neikvæðan hátt á svo mörgum sviðum og er því mikilvægt að sjá til þess að hún fái jafnvægi, svo hægt sé að takast á við tilfinningatengd vandamál og fíknir.

Ef stöðin er í jafnvægi  treystir manneskjan tilfinningum sínum, sýnir vinsemd og umhyggju og er með eðlilega lífssýn.

3. Sólarplexus er staðsett á milli nafla og hjarta og gul að lit. Orkustöðin stjórnar styrk okkar sem einstaklinga, metnaði og viljastyrk. Hún tengist

  • Meltingarkerfinu  
  • Brennslu,
  • Sjón
  • Miðtaugakerfi

Ef þú átt það til að taka inn á þig tilfinningar annarra er mikilvægt fyrir þig að læra að vernda þessa orkustöð, því hún getur tæmst eða bjagast mjög auðveldlega. Hún hjálpar okkur við að vera sjálfsörugg og vita okkar eigin virði.

Þau vandamál sem geta orðið þegar þessi stöð er ekki í jafnvægi eru þau sem tengjast meltingunni þinni og efnaskiptum, svo sem:

  • Ofnæmi,
  • Ójafnvægi á blóðsykri,
  • Þreyta,
  • Höfuðverkur,
  • Að þú haldir of mikið í fortíðina,
  • Þú verður of viðkvæm/ur,
  • Síþreyta,
  • Neikvæðar hugsanir,
  • Setur þig í hlutverk fórnalambsins,
  • Ótti,
  • Neikvæðar hugsanir,
  • Óþolinmæði,
  • Ótti við að mistakast o.fl.

Ef þessi stöð er í jafnvægi hefur manneskjan gott sjálfstraust, er heiðarleg, vingjarnleg, umburðalynd og er því færari á að takast á við lífið á bjartsýnan máta.

4. Hjartastöðin er staðsett á miðjum brjóstkassanum, mitt á milli handa þinna og er græn að lit. Hún geymir:

  • Samúð,
  • Nærgætni  
  • Kærleika
  • Hún kemur að gleði okkar
  • Hún tengir okkur við hinar orkustöðvarnar
  • Hún hjálpar okkur við að geta elskað aðra,
  • Gefur okkur gleði og innri friður.

Ef ójafnvægi ríkir í þessari stöð geta orðið vandamál, svo sem:

  • Hjartasjúkdómar,
  • Vandamál með öndunarfæri,
  • Krabbamein
  • Blóðþrýstingsvandamál
  • Erfiðleikar með að tengjast öðrum tilfinningalegum böndum,
  • Þörf fyrir skilyrta ást,
  • Hræðsla við að verða hafnað,
  • Löngun til að þóknast öðrum,
  • Sársauki,
  • Að finnast þú vera föst/fastur,
  • Valdaleysi,
  • Vonleysi,
  • Reiði,
  • Hjartasár sem erfitt er að víkja frá ofl.

Ef þessi orkustöð er í jafnvægi sýnir manneskjan nærgætni, á auðveldara með að fyrirgefa, á auðvelt með að sýna tilfinningar sínar og að tengjast þeim tilfinningum.

5. Hálsstöðin er staðsett á hálsinum og hefur að gera með alla tjáningu:

  • Skriftir,
  • Talað mál
  • Hvers konar aðra tjáningu

Hún er blá að lit og með þessari stöð náum við að stjórna sjálfstraustinu, sem er í raun við sjálf. Stöðin tengist sálinni okkar og talið er að með þessari stöð getur maður sigrað sjálfan sig og sína galla. Það er hægt að nota hana sem verkfæri til þess að jafna út aðrar orkustöðvar með tjáningu. Hún hjálpar okkur við að segja sannleikann, eiga góð samskipti og tjá okkur.

Ef ójafnvægi er í þessari stöð getur manneskjan:

  • Átt í erfiðleikum með að tjá tilfinningar sínar og heldur þeim því inni,
  • Óframfærni,
  • Tilhneiging til að hugsa of mikið án þess að framkvæma hlutina,
  • Hlustar ekki á líkama sinn,
  • Kemur í veg fyrir að halda því fólki sem þú vilt nálægt þér,
  • Særindi í hálsi,
  • Þreytu,
  • Stífni í hálsi,
  • Lítil sköpunargleði,
  • Tjáir sig annað hvort of mikið eða of lítið, o.fl.

Ef orkustöðin er í jafnvægi þá á manneskjan auðvelt með að tjá sig, á auðvelt með að fara í hugleiðslu og á því auðveldara með að þekkja sjálfan sig, lætur tilfinningar sínar í ljós, getur sýnt hæfileika sína, o.fl.

6. Ennisstöð eða þriðja augað hefur fjólubláan lit og er staðsett á miðju enninu. Með þeirri stöð fáum við:

  • Innsæið,
  • Skyggnigáfuna,
  • Skilning,
  • Innra ljósið okkar
  • Ímyndunarafl.

Þessi stöð er okkar innra ljós og  tengist vinstra auga, eyru, nefi, taugakerfinu, heila, o.fl.  Hún hjálpar okkur við að sjá stærri myndina í lífinu, innsæi, ímyndunarafl, viska og geta okkar til að geta tekið ákvarðanir sem eru samkvæmar sjálfum okkur.

Sé ójafnvægi á þessari stöð getur manneskjan:

  • Átt það til að girnast veraldlega hluti,
  • Fengið martraðir,
  • Mígreni,
  • Svefnleysi,
  • Verið með neikvæðar hugsanir,
  • Hjálparleysi,
  • Ótti
  • Stjórnsemi,
  • Erfiðleikar með að fyrirgefa,
  • Andleg og líkamleg þreyta.

Sé hún í jafnvægi óttast manneskjan ekki dauðann og hefur meira innsæi í aðrar víddir. Er þakklátari fyrir hlutskipti sín og girnist ekki veraldlega hluti.

Sjá einnig: Hefur þú prófað hugleiðslu?

7. Höfuðstöðin er staðsett efst á höfðinu okkar og er hvít eins og ljós að lit. Talið er að þessi stöð stjórni öllum hinum orkustöðvunum. Hún tengir okkur við almættið og ljósið sem færir okkur

  • Heilun,
  • Kærleika,
  • Frið, ofl.

Þar býr enginn tími, heldur alsæla og gleði. Erfitt er að lýsa tilfinningunni sem kemur með tengingu þessa stöðvar við líkama okkar. Hún tengist heilanum, hægra auga, taugakerfi og efri hluta heilans. Hún hjálpar okkur að sjá innri fegurð og veitir okkur friðinn innra með okkur.

Þegar ójafnvægi ríkir í þessari stöð getur fólk átt vandamál eins og:

  • Þunglyndi,
  • Höfuðverk,
  • Þráhyggjur,
  • Skort á gleði,
  • Fundið fyrir tilgangsleysi með lífinu,
  • Verið ráðvilt,
  • Fundist þau vera óvelkomin,
  • Innri togstreita,
  • Fundið fyrir geðrænum vandamálum,
  • Eiga erfitt með að taka ákvarðanir, ofl.

Með jafnvægi þessa stöðvar kemur manneskjan til að sjá lífið í nýju ljósi og allar líkamlegar og tilfinningalegar hömlur hverfa. Ótti við dauðan heyra sögunni til og innri friður hefur yfirhöndina í líki okkar. Sætti og þakklæti eru einkennandi fyrir fólk sem hefur náð að tengja sig vel og ná jafnvægi á þessarri stöð.

Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar um orkustöðvarnar víðsvegar, svo það er ekki seinna vænna fyrir þig að setja sjálfa/n þig í sjálfsskoðun og kanna hvort þú getir með einhverju móti hjálpað sjálfum þér að fá friðinn innra með þér og jafnvægi á tilfinningum þínum og almennri líðan.

Sjá einnig: Hefur þú prófað hugleiðslu?

SHARE