Tengdamóðir Kanye og tvær elstu systur eiginkonu hans mættu ekki þegar nýjasta fatalína Yeezy var kynnt.
Nýjasta línan í fatamerki Kanye West, Yeezy, hefur fengið misjafnar viðtökur eftir tískusýningu í vikunni og er hann ekkert sérstaklega kátur með það, eðlilega. Ekki bætti úr skák að stór hluti af fjölskyldu eiginkonu hans, Kim Kardashian, lét ekki sjá sig á tískusýningunni. En móðir hennar og tvær systur höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Kris Jenner er í fríi í Evrópu ásamt elstu systurinni, Kourtney og fjölsyldu hennar, en Khloe þurfti að mæta í annað partí. Kendall og Kylie Jenner mættu hins vegar á sýningunni, en þær þurftu hvort eð er að vera í New York á svipuðum tíma vegna opnunarteitis í tengslum við sína eigin fatalínu undir vörumerkinu KENDALL + KYLIE.
Kim er heldur ekki sátt við fjölskyldu sína en hún reynir að vera stuðningsrík eiginkona með því að klæðast fatnaði úr nýjustu línu Yeezy á göngu sinni um stræti New York borgar. Kanye var víst mjög taugatrekktur í kringum sýninguna og batt Kim vonir við að hann myndi róast þegar henni væri lokið. Vegna misjafnra dóma hefur það líklega ekki gengið eftir, en New York Post sagði sýninguna til að mynda hafa verið stórslys.