Renée Fabish, móðir Milla sem er 9 ára strákur í Ástralíu, deildi nýverið hjartnæmri sögu á Facebooksíðu sinni. Þar kallar hún eftir stuðningi fjölskyldu og vina en Milla fæddist stelpa og er nú að hefja kynleiðréttingarferli.

milla

Milla ásamt stóru systur sinni

Milla hefur alla tíð hagað sér á mis við sitt líffræðilega kyn. Í fyrstu þótti foreldrum hans og fólkinu í kringum hann ekkert athugavert við hegðun hans og töluðu um hann sem tomboy, enda ekkert óeðlilegt við stelpu sem gefin er fyrir strákaleiki og það sem við teljum strákslega hegðun. Þau töldu að hann kæmi til með að vaxa upp úr þessu. En sú varð ekki raunin. 

Myndbandið segir söguna talsvert betur en ég. Vertu bara viss um að vera með tissjú við höndina.

https://www.youtube.com/watch?v=JosFihpK_KI&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs

Tengdar greinar:

6 ára stúlka sem fæddist sem drengur – Heimildarmynd

6 ára gömul transgender stúlka hefur unnið dómsmál – Skólinn braut á mannréttindum hennar

SHARE