Óvenjuleg vinátta – Óborganlegar myndir

Það er dýrmætt að eiga góða vini og bestu vinir eru ekkert endilega líkir einstaklingar. Þeir geta þess vegna verið ólíkar týpur en tengjast á einhvern órjúfanlegan hátt. Þessir vinir eru heldur betur ólíkir en eru samt sem áður BESTU vinir.

 

1. Afríski fíllinn Bubbles og labradorinn Bella

Myndir: Barry Bland

Það er mikill stærðarmunur á Bubbles og Bellu en þau eru samt bestu vinir en þau búa í sama dýragarði í Bandaríkjunum. Þau eru góð saman og Bella notar Bubbles sem stökkbretti fyrir dýfingar.

2. Gíraffinn Bea og strúturinn Wilma

Myndir: PA

Bea og Wilma eru miklir vinir og búa saman í Busch Gardens í Bandaríkjunum en þær sækjast í það að vera saman.

 

3. Hundurinn Tinni og refurinn Sniffer

unusual-animal-friendship-1-4

unusual-animal-friendship-1-5

unusual-animal-friendship-1-6

Myndir: Torgeir Berge

Þessir tveir kynntust í skógi í Noregi. Torgeir Berge, sem er eigandi Tinna, reynir hvað hann getur að halda í við þá og ná myndum af þeim að leik í skóginum.

4. Hundurinn Torque og uglan Shrek

Myndir: Solent News and Photos

Torque ættleiddi Shrek þegar hann var sjálfur bara 6 mánaða. Shrek var tekin frá móður sinni því óttast var að móðirin myndi éta Shrek ef hún yrði stressuð. Þessir tveir eru óaðskiljanlegir.

5. Labradorinn Fred og andarunginn Dennis

Myndir: SWNS

Þetta leit ekki vel út fyrir andarungan Dennis þegar móðir hans var drepin af refi. Labradorinn Fred og eigandi hans, Jeremy, fundu  Dennis og björguðu honum. Dennis og Fred hafa verið bestu vinir síðan.

6. Hænan Mabel og hvolparnir

Myndir: Anita Maric

Hænan Mable fann sér aldeilis hlutverk á heimilinu þegar hún flutti þangað inn en hún liggur reglulega ofan á hvolpunum, eins og hún myndi gera við sín eigin egg. Hvolparnir eiga samt mömmu en hænan passar upp á hvolpana meðan mamman er í burtu.

7. Hundurinn Milo og ljónið Bonedigger

Myndir: Barcroft USA

Litli hundurinn Milo tók Bonedigger undir sinn verndarvæng þegar Bonedigger var lítill og það kom í ljós að hann var með efnaskiptasjúkdóm. Fimm árum síðar eru þeir enn bestu vinir.

8. Kisan og refurinn

Myndir: imgur.com

Það sást til þessa pars í Tyrklandi, nánar til tekið við Van vatnið. Það er ekki mikið vitað um þessa félaga nema að þau léku sér og voru greinilega nánir vinir.

 

9. Shere Khan, Baloo og Leo

Myndir: Barcroft Media

Það er rosaleg sagan um þessa þrjá vini. Þeim var öllum bjargað frá eiturlyfjasmyglara sem hafði farið illa með þá. Þeir búa allir núna í Örkinni hans Nóa sem er griðastaður dýra í Bandaríkjunum og þeir eru miklir vinir.

10. Villisvínið Manni og hundurinn Candy

Myndir: spiegel.de

Manni fannst, sveltandi, á akri í suðvestur Þýskalandi og farið var með hann heim til Dahlhaus fjölskyldunnar. Þegar hann hitti Candy þar á bæ, urðu þeir strax miklir félagar og eru enn.

11. Blettatígurinn Kasi og hundurinn Mtani

Myndir: Busch Gardens Tampa

Kasi og Mtani hafa alist upp saman í Bush Gardens í Bandaríkjunum. Þegar þeir voru litlir voru þeir alveg óaðskiljanlegir en þegar þeir urðu fullvaxta fór Kasi að hafa meiri áhuga á kvenkyns blettatígrum en vini sínum. Þeir eru enn góðir vinir en Kasi er samt mikið með hinum blettatígrunum í dag.

12. Kanínan og dádýrið

unusual-animal-friendship-9-3

Myndir: Tanja Askani

Ljósmyndarinn Tanja Askani, sá þessa óvenjulegu vini og tók mynd af þeim. Þetta minnir óneitanlega á Bamba úr Disney ævintýrunum.

13. Órangútan Suryia og hundurinn Roscoe

unusual-animal-friendship-13-5

Suryia og Roscoe búa saman í garði fyrir dýr í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Órangútan er vissulega í útrýmingarhættu en það eru hundar auðvitað ekki. Samt sem áður hefur Roscoe búið þar með henni síðan hann elti Suryia og þjálfarana hennar heim einn daginn. Hann virtist vera heimilislaus og fékk hann að búa í garðinum. Þau eru mjög góðir vinir enn í dag. 

14. Hundurinn Kate og dádýrið Pippin

Myndir: Isobel Springett

Pippin var ættleidd af Kate. Þau voru miklir vinir þegar þau voru lítil en þegar þau urðu fullorðin fluttist Pippin út í skóg til að eignast sína eigin fjölskyldu. Hún kemur samt reglulega í heimsókn til Kate og eiganda hennar, Isobel.

15. Simpansinn Anjana og tígrishvolparnir

Myndir: Bary Bland

Þessir tveir tígrishvolpar voru ættleiddir, eftir að móðir þeirra dó, af simpansanum Anjana og dýraþjálfara hennar í China York. Anjana er mjög áhugasöm um þá og vill taka þátt í því að sjá um þá.

SHARE