Paris Hilton reynir að feta í fótspor Kim Kardashian

Fyrirsætan, plötusnúðurinn og viðskiptamógúllinn Paris Hilton var mikið á milli tannana á fólki fyrir nokkrum árum en svo virðist sem hún hafi snúið við blaðinu.

Sjá einnig: Paris Hilton er léttklædd í nýja tónlistarmyndbandinu sínu

Í ár hefur Paris Hilton einbeitt sér að því að halda partý og að vera plötusnúður þá helst á Íbísa á Spáni. Paris ætlar síðan að enda árið á að gefa út sitt 21. ilmvatn.

Sjá einnig: Manstu þegar Kim Kardashian og Paris Hilton voru bestu vinkonur?

Paris Hilton situr fyrir á nýjasta tölublaði tímaritsins Paper en hún fetar í fótspor raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian með því að setja afturendann á sér í sviðsljósið í blaðinu. Þegar Paris var sem mest í fjölmiðlum var Kim Kardashian þáverandi vinkona hennar ekki enn orðin fræg. Svo virðist sem þær stöllur hafi skipt um sæti því nú er Kim Kardashian heitasta áhugamál fjölmiðla.

980x


980x (7)

980x (6)

980x (5)


980x (3)


980x (1)

 

SHARE