Pasta og rækjur með sósu úr parmesanosti og rauðri papríku – Uppskrift

 • 450gr. penne pasta
 • 2 matsk. gróft salt
 • 125gr. beikon, skorið í bita
 • 2 matsk. ólívuolía
 • 450gr. rækjur
 • 6 hvítlauksrif
 • 1 tesk. rósmarín
 • 1/4 bolli steikt, sneidd rauð papríka
 • 1/4 bolli hvítvín
 • 2 bollar rjómi
 • 1 bolli parmesan ostur
 • 1 tesk. pipar
 • parmesan ostur
 • ferskt rósmarín


Aðferð

Setjið vatn í stóran pott og salt út í. Látið suðuna koma upp.

Brúnið beikonið og bætið ólívu olíunni út í ásamt rækjunum. Bætið hvítlauknum út í eftir smástund og látið krauma.

Hellið nú hvítvíninu út í og hrærið í. Þær gefa gott og mikið bragð.

Hellið rjóma út í og bætið parpriku og rósmarín við. Látið kraum u.þ.b. 5 mín.

Nú er rétti tíminn til að sjóða pastað- í  6 mín. Það má ekki fullelda það því að rétturinn verður bakaður í ofni þegar allt er komið saman.

Takið pönnuna af hitanum og bætið ostinum út í.

Nú er vatninu hellt af pastanu og það sett á pönnuna. Blandið öllu saman og stráið pipar yfir.

Nú er rétturinn látinn í skálar (fyrir hvern og einn) –filma sett yfir og skálarnar geymdar inni í ísskáp þar til á að nota matinn ef hann er ekki borðaður samdægurs.

Ef ætlunin er að borða þetta rækjupasta kvöldið sem það er eldað er það sett  í nokkrar mínútur undir grillið til að bræða rifna ostinn sem búið var að dreifa yfir réttinn.
Ef þú notar réttinn einum eða tveimur dögum eftir að þú bjóst hann til tekurðu filmuna af skálinni og setur hana í ofn (180˚C) í 20-30 mín.  Þá stillirðu ofninn á grill og lætur ostinn bráðna. Gott að skreyta réttinn með fersku rósmarín.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here