Plöntur sem geta bætt andrúmsloftið heima hjá þér

Þessar plöntur eru nauðsynlegar inn á heimilið þitt vegna þess að þessar plöntur sjúga í sig skaðlega geislun frá frá sjónvarpi og rafmagnstækjum, eyða skaðlegri uppgufun af málningu, leysi- eða hreinsiefnum. Vissir þú að það er æskilegt fyrir þig að vera með plöntu í kringum þig? Fíkjutré, fern, dracaena og kaktus sjúga í sig rafbylgjur og eiturefni í andrúmsloftinu.

 cleaning-air-plants

Drekatré eða Dracaena marginata er falleg skrautplanta sem auðvelt er að viðhalda og það góða við hana að hún bregst vel við hitabreytingum. Það hentar henni að vera í mikilli birtu en það verður að passa að hún sé ekki of mikið í beinu sólarljósi. Það verður að spreyja hana reglulega með vatni og vökva, svo hún vaxi og haldist falleg. Hún minnkar formaldehýð í loftinu og leysir upp uppgufun af hreinsiefnum, málningu, leysiefni, sprey og svitalyktaeyða og er þess vegna mikilvæg lofthreinsun.

images

Fíkjutré eða Ficus er, hvort sem þið trúið því eða ekki, er það sniðugasta sem reykingafólk getur haft á heimilinu sínu. Hún gerir reykinn hlutlausan, minnkar koltvíoxíð, kolmónoxíð og trielina, efni sem finnast í málingu og lökkum. Plantan þolir ekki mikinn vind og þarfnast mildrar birtu.

images (1)

Fern er jurt sem dregur úr formaldehýð í loftinu, húsgögnum, lími, málningu, þvottaefnum, efni og gardínum. Hún þarfnast mikillar vökvunar og ætti ekki að vera í beinu sólarljósi.

images (2)

SHARE