Prótein kryddbrauð – uppskrift

Valkyrjan er alltaf að prófa sig áfram í nýjum & góðum uppskriftum. Hér er ein æðisleg!

Prótein Kryddbrauð:

* 1 bolli kínóa hveiti (100g)

* 1/3 bolli möndlumjöl (30g)

* 3 scoops súkkulaði prótein

* 1/2 bolli stevia

* 1 og hálf tsk matarsódi

* 1 og hálf tsk vínsteinslyftiduft

* 80g kókosolía

* 1 bolli möndlumjólk (má nota venjulega mjólk)

* 2 egg

* 1 tsk kardimommudropar
* ½ tsk engifer
* 1 tsk negull
* 1 tsk kanill

 

Aðferð:

Öll þurru hráefnin fara saman í skál og þeim blandað saman.

Fínt að hræra eggin saman í annari skál áður en þeim er helt út í blönduna af þurru hráefnunum, svo þau blandist vel.

Öllum blautu hráefnunum bætt útí og hrært.

 

Blandan á að vera frekar þunn.

Smyrjið mót og hellið ofan í.

 

Mótin sem ég notaði gefa 3 kökur.

 

Hver kaka inniheldur:

 

563kcal, 31g kolvetni, 34g fita, 36g prótein.

 

Hver kaka gaf mér 8 sneiðar.

Miðað við þykktina sem ég skar og formin sem ég notaði
(sjá mynd)

Gefur hver sneið:

 

70kcal, 4g kolvetni, 4g fitu og 5g prótein.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here