Rækjupasta – Uppskrift

Efni

  • 1 bolli heilhveiti pasta  (fettuccine)
  • 4 bollar nýr aspas, skorinn í bita
  • 1/2 bolli rauð paprika, skorin í sneiðar
  • 1/4 bolli grænt  pesto
  • 2 tesk. ólívuolía
  • 450 gr. rækjur
  • 1 bolli þurrt hvítvín
  • Pipar

 

Aðferð 

  • 1. Setjið vatn í stóran pott, látið sjóða. Bætið pasta út í og sjóðið í 3 mín. Bætið aspas út í og sjóðið þar til pasta og aspas er orðið mjúkt. Hellið vatninu af pastanu en geymið 1/4 af því. Látið pasta og aspas aftur í pottinn, bætið papriku og pastanu út í, hrærið vel. Látið lokið á pottinn og haldið þessu volgu.
  • 2. Hitið olíuna á stórri pönnu, látið rækjur út í og eldið í u.þ.b. 3 mín. Hellið hvítvíninu út í og sjóðið áfram eða þar til vínið er soðið upp. Setjið nú rækjurnar og vatnið af pastanu (sem tekið var frá) út í pastað og blandið. Kryddið með pipar og berið svo fram.

 

Það er mjög gott að bera tómata og salatblöð fram með þessu pasta. Gott að setja blöndu af olíu og balsam ediki út á!

SHARE