Reyndi að eignast barn með Lamar Odom til að bjarga hjónabandinu

Khloe Kardashian viðurkenndi í spjallþættinum sínum Kocktails with Khloe á miðvikudaginn að hún hafi reynt að eignast barn með Lamar Odom til að bjarga hjónabandinu.

Sjá einnig: Khloe Kardashian: ,,Ég elska klám“

Hin 31 árs gamla raunveruleikastjarna sagði í þættinum hún hafi meira segja gengið svo langt að fara í tæknifrjóvgun. Í dag er Khloe hamingjusöm að það hafi ekki heppnast.

Khloe var 25 ára þegar hún giftist fyrrum körfuboltakappanum Lamar Odom. Hjónabandið entist ekki lengi en stuttu eftir að þau gengu í það heilaga fóru af stað sögusagnir um að Lamar ætti við eiturlyfjavandamál að stríða og væri stöðugt að halda framhjá.

Sjá einnig: Khloe: „Ég er pottþétt fylgjandi lýtaaðgerðum“

Ég vil ennþá eingast fjölskyldu.. en á þessum tíma var ég bara, ég verð að eignast barn. Það var það eina sem ég vildi. Ég trúði því að það myndi mögulega laga ástandið.

Khloe gafst á endanum upp á hjónabandinu þar sem Lamar fór í mikla neyslu. Það tók hana þó mörg ár að komast yfir Lamar.

LamarKhloe

khloe-kardashian-01

SHARE