Rigning, rok eða logn og sól það skiptir í raun engu!

Hamingjuna finnum við einungis inni í okkur sjálfum. Ef við finnum hana ekki þar þá finnum við hana hvergi annars staðar. Það má líkja okkur við plöntur. Ef við ræktum okkur ekki sjálf með ást og umhyggju og góðri næringu þá er enginn garður til að heillast af. Ef við gefum frá okkur neikvæða orku þá dragast að okkur neikvæðir hlutir en ef við gefum frá okkur jákvæða orku þá dregst margt fagurt að okkur. Vertu jákvæður sama hvað gengur á. Margt höfum við ekkert að segja til um nema að læra að umgangast það og taka á því með jákvæðu hugarfari. Tilfinningum okkar má líkja við veðrið. Rigning, rok eða logn og sól það skiptir í raun engu hvað gengur á heldur hvernig við tökum á því. Lífið snýst ekki um að sitja inni þar til ringing eða óveður styttir upp heldur að læra hvernig við dönsum um í rigningunni.

Stærsti hlutinn af sársauka margra eru einungis hugsanir og áhyggjur af hvað öðrum finnst um okkur og hvað við gerum. Okkar eigið viðhorf skiptir öllu. Því opnari sem við erum því auðveldara verður lífið. Við höfum flest einhver markmið og vitum hvert við stefnum. Eitt skref í einu og þá tekst það á endanum. Ef það tekst ekki þá breytum við hvert leið okkar liggur. Við erum ekki misheppnuð þó við gerum mistök. Við völdum bara leiðir sem virkuðu ekki og þá þurfum við að finna aðrar leiðir. Það er allt í lagi þótt við vitum ekki svörin við öllu, njótum þess heldur að velta fyrir okkur spurningunum.

Það skiptir engu hvað öðrum finnst um þig, það skiptir einungis hvað þér finnst um þig sjálfan. Vertu alltaf þú sjálfur, ef fólki líkar það ekki þá er það þeirra að missa af hversu frábær einstaklingur þú ert. Ef við hugsum ekki sem best um okkur sjálf hver gerir það þá? Vertu óhræddur að skera þig úr hópnum.

Eins og einn fróður maður sagði ” tengdu líf þitt við markmið en ekki fólk” Fólk kemur og fólk fer. Lífið heldur samt áfram og þú verður að hlúa sem best að þér sjálfum vegna þess að það gerir það enginn fyrir þig. Það segir þér enginn hvernig þú finnur leiðina að hamingjunni þú þarft að finna leiðina sjálfur.

Elskaðu sjálfan þig fyrir það sem þú ert. Ef þú hittir einhverja sem elska þig líka fyrir það eitt hver þú ert þá eru það einstaklingarnir sem þú getur treyst á og talað um allt við. Ekki loka þau úti, það eru þau sem hjálpa þér að gera hversdagsleikann fallegan. Ekki reyna að vera betri en einhver annar. Vertu bara besta útgáfan sem þú getur verið af sjálfum þér.

Sál okkar er spegill og við þurfum að passa hvað við segjum við okkur sjálf.

Við verðum líka að muna að þó við fáum rokið í fangið að stoppa, hlusta, anda og njóta líðandi stundar.

Njóttu lífsins og njóttu náttúrunnar, hún getur gefið þér svo margt. Lærðu að njóta hennar.

Lærðu af fortíðinni, hlakkaðu til framtíðarinnar og njóttu augnabliksins.

Live Love Laugh Enjoy

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here