Enn og aftur sýnir Rihanna okkur hversu fjölbreyttan stíl hún hefur. Hún er aldrei smeyk við að prófa eitthvað nýtt og fara algjörlega út fyrir rammann þegar kemur að klæðaburði.

Sjá einnig: Eru Drake og Rihanna opinberlega orðin par?

Þessi sérstaki hjartapels er úr gervifeldi og er hannaður af Saint Laurent. Hún klæddist honum í New York á dögunum og telja margir að hún hafi valið sér þennan merkilega pels vegna þess að hún sé yfir sig ástfangin af Drake sínum. Rihanna ákvað að láta ekkert trufla viðfangsefnið og klæddist litlum stuttbuxum og derhúfu við gríðarstóra loðna hjartað.

Hún svo sannarlega sýnir okkur hinum að það er ekki spurning um að þora, heldur láta bara vaða og klæðast því sem okkur langar og dettur í hug.

Sjá einnig: Drake hefur elskað Rihanna frá því hann var 22 ára

 

37EDFD9300000578-3774356-image-a-107_1473077646812

37EDFDA300000578-3774356-image-a-103_1473077564829

37EE151200000578-3774356-image-a-105_1473077632625

37EE156400000578-3774356-image-a-111_1473077737387

SHARE