Snemma á síðasta ári var sá orðrómur á kreiki að söngkonan Rihanna og leikarinn Leonardo DiCaprio ættu í ástarsambandi. Ljósmyndarar slúðurblaða náðu margoft myndum af þeim saman og illa gekk hjá þeim að halda sambandi sínu leyndu. Þetta meinta samband virðist þó ekki hafa staðið lengi yfir af því Leonardo var kominn með unga fyrirsætu upp á arminn síðasta sumar. Upp úr því sambandi slitnaði hins vegar síðasta haust og samkvæmt Mirror Online hafa DiCaprio og Rihanna tekið aftur upp þráðinn.

Sjá einnig: Er Leonardo DiCaprio búinn að barna Rihanna?

Leikarinn og söngkonan sáust saman á næturklúbbi í Frakklandi í síðustu viku og fór víst ansi vel á með þeim.

Rihanna

SHARE