Ritz kjúlli

Þessi dásemd kemur úr bókinni Röggurétti.

Uppskrift:

4-5 kjúklingabringur

1 pakki Ritzkex

1 poki rifin ostur

seson all krydd

matarolía

Aðferð:

Ritz kex mulið í skál, rifnum osti bætt út og kryddað með seson all. Blanda vel saman.

Bringurnar notast heilar eða eru skornar niður í tvo til þrjá bita.

Smá af kexblöndunni er helt í botninn á eldföstu móti, kjúklingnum velt upp úr olíu og honum svo velt upp úr kexblöndunni í skálinni og að endingu raðað í eldfasta mótið, restin af kexostablöndunni dreift yfir og svo inn í ofn.

Bakað við 180 gráður í 30 til 40 mín, eða þar til kjúklingur er fulleldaður.

Sósa:

Piparostur

1 peli rjómi

1 kjúklingateningur

Aðferð:

Osturinn er bræddur í rjómanum og teningnum bætt útí.

 

Svo er bara að njóta með fjölskyldunni eða vinum.

 

SHARE