Rob hefur snúið lífi sínu í 180 gráður

Robert Kardashian hefur aldeilis breytt um lífstíl eftir að hann byrjaði með Blac Chyna. Hann er farinn að láta sjá sig utandyra, byrjaður í ræktinni og borða heilsusamlegan mat og segir hann það vera vegna sambands síns við Blac. Hann fór meðal annars með henni og syni hennar King Cairo(3) í smá fjallgöngu og borðar hollan og góðan mat sem Blac eldar fyrir hann.

Sjá einnig: Rob keyrði í 19 tíma til að sækja Blac Chyna

Enn eru mikil ósætti og læti í fjölskyldunni þar sem Blac er barnsmóðir Tyga, sem er kærasti Kylie Jenner og gerir það fjölskyldutengslin ívið flókin.

Þrátt fyrir að náðst hafi til Rob móðum og másandi í göngutúr, þá er hann þó að sýna þess merki að hann sé að reyna að snúa við blaðinu og verða heilbrigðari.

Sjá einnig: Rob Kardashian er byrjaður með barnsmóður Tyga

 

30D8915B00000578-3430500-Coming_out_of_hiding_Rob_Kardashian_is_pictured_on_an_outing_wit-m-29_1454528114367

Sjá einnig: Kærasta Rob Kardashian var handtekin á föstudaginn

 

30D8927600000578-3430500-image-m-27_1454527989590

 

 

SHARE