Rob Kardashian, bróðir raunveruleikastjarnanna Kim, Khloe, Kourtney, Kylie og Kendall, var fluttur á spítala í gær samkvæmt fréttavefnum TMZ. Fregnir herma að Rob hafi glímt við líkamlega vanlíðan lengi sem hafi aukist yfir jólahátíðina. Hann var fluttur í skyndi á spítala í gærdag þar sem í ljós kom að hann er með sykursýki.
Sjá einnig: Rob Kardashian á í miklum erfiðleikum
Kardashian-fjölskyldan hefur lengi haft áhyggjur af Rob. En hann hefur glímt við mikið þunglyndi undanfarin ár, þyngst mikið og kosið að halda sig frá sviðsljósinu.
Rob árið 2013.
Rob í dag.