Robert Downey Jr. orðinn sköllóttur – Leyfði sonum sínum að raka af sér hárið

Leikarinn Robert Downey Jr. birti myndband á Instagram þar sem hann leyfði sonum sínum tveimur að breyta sér í mennskt grasker. Downey er að fara að leika í kvikmyndinni The Sympathizer þar sem hann þarf að losa sig við hárið á kollinum á sér. Synirnir Avri og Exton hugsuðu sig ekki tvisvar um og rökuðu allt hárið af föður sínum. Þar sem hann var klæddur frá toppi til táar í appelsínugult og þetta var á Hrekkjavökunni, breyttu drengirnir honum í Grasker.

Krakkarnir skiptust á að raka af hári Iron Man stjörnunnar og skildu hann eftir með tóman skallann á meðan dökkt hár hans huldi gólfið. Þegar skalli hans var algjörlega afhjúpaður spurði Downey Jr. krakkana sína hversu mikið hann „skuldaði“ þeim fyrir klippinguna.

Myndbandið hefur vakið mikla kátínu hjá aðdáendum og þar á meðal Friends stjörnunni Courteney Cox, sem skrifaði: „Ég vildi að þú værir pabbi minn!

SHARE