Rúnar Eff heldur stórtónleika í Hofi!

Við tókum viðtal við Rúnar Eff ekki fyrir svo löngu síðan en hann hefur verið að gera frábæra hluti sem tónlistamaður, viðtalið má sjá hér.
Rúnar er nú loks að gefa út plötu sem hann hefur verið að vinna hörðum höndum að í tvö ár núna en platan er komin út til London í framleiðslu.

Í tilefni að því ætlar Rúnar að halda stórtónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri en þar verður tíu manna band ásamt 15 manna kór, auka ljósabúnaður og margt annað sem verður lagt í að gera tónleikana sem flottasta.

Tónleikarnir verða 20 apríl og því nægur tími fyrir fólk að taka þetta einstaka kvöld frá og hafa gaman með Rúnari Eff ásamt öðrum frábærum gestum en Jógvan, Vignir Snær og sænski tónlistamaðurinn Pontus Stenkvist verða meðal þeirra.

Hér má heyra lag af plötunni en í laginu er einmitt Jógvan og Vignir Snær með Rúnari Eff.

IMG_6748

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here