Ryan Reynolds elskar föðurhlutverkið

Leikarinn Ryan Reynolds var gestur í spjallþættinum Good Morning Britain í vikunni. Í þættinum ræddi Ryan meðal annars um föðurhlutverkið og af hverju dóttir hans fékk nafnið James.

Sjá einnig: Er hjónaband Blake Lively og Ryan Reynolds í molum?

30E72A8000000578-0-image-a-2_1454664043834

Ryan var spurður að því hvort að James væri ekki strákanafn og Ryan svaraði því að hann og eiginkona hans, Blake Lively, litu ekki þannig á það.

Við skírðum hana í höfuðið á föður mínum.

Faðir Ryan, James C. Reynolds, lést í október síðastliðnum eftir 20 ára baráttu við Parkisons-veiki.

Ryan ræddi einnig um ást sína á föðurhlutverkinu:

Ég einfaldlega elska að vera pabbi, James er einmitt að taka tennur núna. Ég nenni samt ekki að vera einn af þeim sem talar um foreldrahlutverkið eins og ég sé sá eini í heiminum sem hefur upplifað það.

30E7551F00000578-3433193-image-a-56_1454665227260

Ryan ásamt foreldrum sínum árið 2005.

2F723A2A00000578-3363652-James_is_one_Ryan_Reynolds_revealed_his_daughter_s_birthday_on_W-m-37_1450335483628

Ryan, Blake og James litla.

SHARE