SamSam systur með nýtt lag – House

Hér kemur sumarlag SamSamsystra.  En þær eru þekktastar fyrir lagið sitt Ó María sem kom út fyrir nokkrum árum.
SamSam samanstendur af systrunum Gretu Mjöll og Hófí. Greta flutti nýverið til landsins á ný og í kjölfarið byrjuðu þær systur að syngja, spila og taka upp ný lög.

Lagið House er nýjasta lag SamSam. Hófí sá um lagasmíð en myndbandið er unnið af Gretu Mjöll sem spilar líka á úkulele. Með stelpunum spila þeir Marínó Geir Lilliendahl (trommur) , Fannar Freyr Magnússon (gítar), Guðmundur Reynir Gunnarsson (píanó) , Aron Steinn Ásbjarnarson (saxófónn) og Sigurgeir Skafti Flosason (bassi). Upptökur fóru fram í Stúdíó Sýrlandi.  Hér má svo finna Facebook síðu þeirra systra í SamSam

hófí

Myndbandið við lagið er sérstaklega frumlegt og skemmtilegt en stelpurnar fengu listmálarann Pálmar Örn Guðmundsson til að mála mynd eftir texta lagsins. Á meðan hann málaði tók hann yfir 300 ljósmyndir af verkinu. Þannig má sjá myndina “lifna við” þegar líður á lagið….

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”Xp_mPVcbVPo”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here