Nú er kominn tími til að koma málunum á hreint.  Margar staðhæfingar eru á kreiki um húð- og hárumhirðu en þær eiga ekki allar við rök að styðjast. Rennum yfir nokkur atriði í fljótu bragði sem algengt er að fólk haldi að sé heilagur sannleikur en er í raun mýta.

images

1. Bólur eru afleiðingar af slæmri húðumhirðu eða óhollu mataræði.

Það eru engar vísindalegar sannanir fyrir því að vissar fæðutegundir láta þig fá bólur eða húðvandamál. Hins vegar erum við öll misjöfn og sumir taka eftir því að ákveðin fæðutegund orsakar hjá þeim bólur. Prófaðu að taka þessa fæðu úr mataræðinu og sjáðu hvað gerist.

2. Kalt vatn lætur svitaholurnar þínar minnka.

Kalt vatn getur ekki minnkað á þér svitaholurnar. Því eldri sem við verðum, því stærri svitaholur, það er einfaldlega þannig sem náttúran virkar. Þú getur reynta að nota krem sem er til þess gert að minnka svitaholurnar þínar eða hugsað vel um húðina.

3. 100% náttúrulegar húðvörur eru bestar fyrir húðina þína.

Því miður eru ekki hlutfallslega mikið af 100% náttúrulegum húðvörum þarna úti. Flestar snyrtivörur innihalda rotvarnarefni sem lætur vöruna duga lengur. Eina leiðin sem þú getur verið viss um að varan sem þú ert að nota sé fullkomnlega náttúruleg, er að gera hana sjálf úr lífrænum innihaldsefnum.

4. Súkkulaði lætur þig fá bólur.

Guði sé lof að það er ekki satt! Rannsóknir hafa sýnt fram á að megnið af bólum verða til vegna hormónabreytinga, myndast út frá stífluðum svitaholum eða vegna stress/álags. Þó að súkkulaðið sjálft láti þig ekki fá bólur, prófaðu þá að borða meira af ávöxtum og grænmeti, því það mun auka framleiðslu húðfruma og bæta húðina þína.

5. Að setja tannkrem á bóluna þína lætur hana hverfa.

Því miður mun tannkrem ekki hjálpa þér í baráttunni við bólurnar. Sumt tannkrem geta valdið meiri skaða en hitt, því það getur stíflað svitaholurnar þínar og valdið ertingi.

Hármýtur

1. Það er gott að bursta hárið oft.

Það er ekki gott að bursta hárið of oft, því það getur valdið broti í hárinu og slitið endana. Prófaðu að nudda hársvörðinn þinn í staðinn fyrir að bursta á þér hárið 100 sinnum á dag.

2. Að borða skorpu mun láta það verða krullað.

Já, það halda það sumir virkilega! Það eru engar sannanir fyrir því að brauð muni gera hárið þitt krullað. Haltu áfram að borða skorpu, því hún er sneisafull af trefjum.

3. Að plokka eitt grátt hár mun láta tvö vaxa í staðinn.

Þú panikkar um leið og þú tekur eftir einu gráu hári og þá ferðu að taka eftir endalaust nýjum gráum hárum. Það er ekki því að kenna að þú hafir slitið þetta eina gráa hár úr, heldur vegna þess að þú ert bara að byrja að grána. Sorglegt en satt.

4. Að skola hárið þitt upp úr köldu vatni mun gera hárið þitt glansandi.

Það er engin sönnun fyrir því að ef þú skolar hárið þitt með köldu vatni eftir hvern þvott að það geri hárið glansandi og fallegt. Hins vegar getur of heitt vatn farið illa með hárið, gert það bæði þurrt og líflaust.

Sjá einnig: Leita Af hverju fær fólk bólur?

SHARE