Scott Disick er farinn í meðferð á meðan Lamar berst fyrir lífi sínu

Fyrrverandi kærasti og barnsfaðir Kourtney Kardashian, Scott Disick, er farinn aftur í meðferð í von um að vinna í forræði yfir börnunum sínum. Hann skráði sig í meðferð í síðustu viku í Malibu og hefur nú fyrst viðurkennt að hann eigi við vandamál að stríða.

Sjá einnig: Khloe er óhuggandi: Lamar fannst meðvitundarlaus í vændishúsi

Áhorfendur raunveruleikaþáttanna Keeping Up With The Kardashians hafa fylgst með Scott og áfengisvandamáli hans núna í nokkur ár en Scott hefur verið tregur til að vinna í þessu vandamáli. Hegðun Scott versnaði mikið eftir að foreldrar hans dóu mjög skyndilega með stuttu millibili en þá fór hann að leita í lyfseðilsskyld lyf.

Sjá einnig: Lamar Odom króaði Khloe Kardashian af og hreytti í hana ljótum orðum

Þessar fréttir koma einungis nokkrum klukkutímum eftir að fréttir bárust af Lamar Odom, fyrrverandi eiginmanni Khloe Kardashian, sem fannst meðvitundarlaus á hóruhúsi aðfaranótt miðvikudagsins. Lamar liggur nú í dái á sjúkrahúsi, tengdur við öndunarvél en fjölskylda og vinir flykkjast að til að kveðja körfuboltakappann.

Sjá einnig: Khloe Kardashian og Lamar Odom skrifa undir skilnaðarpappíra

Öll Kardashian fjölskyldan er mætt á sjúkrahúsið sem hann dvelur á í Las Vegas en læknar eru ekki bjartsýnir á að hann muni ná sér.

Fréttir bárust af því seinni part miðvikudagsins að Khloe og Lamar væru ennþá gift þrátt fyrir að vera bæði búin að skrifa undir alla skilnaðarpappíra og því muni hún þurfa að taka allar ákvarðanir fyrir hann.

 

 

 

 

1014-kris-jenner-hospital-splash-3

 

Myndir náðust af Kris Jenner fyrir utan spítalann á miðvikudaginn en hún var afar sorgmædd.

ea71095736b4b0390f71dc0d02664210

 

Scott-Disick-found-sleeping-with-21-Year-Old-Girl-Caught-by-wife-Kourtney-Kardashian

Mun Scott fara sömu leið og Lamar Odom?

article2b898f36-77c9-44c0-aab3-ddf6bb48f494i

 

SHARE