Playboy fyrirsætan Katie May (34) lést í gær, 4. febrúar, vegna heilablóðfalls. Katie, sem var óformleg Drottning Snapchat, lést, umvafin vinum og ættingjum.

Katie hafði verið að kvarta um verki í baki og hálsi upp á síðkastið og leitaði til læknis vegna þess. Hún fékk svo heilablóðfall 1. febrúar en hún var flutt á spítala um leið þar sem hún var í dái, tengd við öndunarvél. Í gær, 4. febrúar var hún svo tekin úr öndunarvélinni og nokkrum klukkutímum síðar lést hún.

Sjá einnig: Holly Madison íhugaði sjálfsmorð og líkir dvölinni á Playboy setrinu við martröð

Fjölskyldan hefur sett af stað söfnun fyrir 7 ára dóttur Katie á GoFundMe.

Nokkrum klukkustundum fyrir heilablóðfallið setti hún þessa mynd inn á Instagram reikning sinn.

SHARE