Seldi meydóm sinn í dag – Var sleginn á 780 þúsund dollara

Hin tvítuga Catarina Migliorini frá Brasilíu er síðustu vikur búin að halda uppboð til að selja meydóm sinn hæstbjóðanda. Sá sem átti hæsta boðið í meydóm hennar heitir Natzu og er frá Japan og bauð hann 780 þúsund dollara eða rúmlega 98 milljónir íslenskar krónur.

Natzu fer núna í allskonar rannsóknir til að athuga hvort hann sé nokkuð með einhverja kynsjúkdóma en Catarina mun einnig fara í skoðun til þess að staðfesta að hún sé í raun hrein mey. Þegar Catarina fær greitt ætlar hún að eyða um 90% af peningunum í góðgerðarmál en restina fær hún sjálf.

Catarina hefur fengið á sig allskyns gagnrýni fyrir þetta athæfi en hún segist ekki líta á sig sem vændiskonu:

[quote]Ef maður gerir þetta bara einu sinni á ævinni þá gerir það mann ekki að vændiskonu, eins og ef þú tekur einu sinni alveg frábæra ljósmynd þá ertu ekki orðinn ljósmyndari. [/quote]

Þetta uppátæki Catarina hefur vakið heimsathygli og strákur sem seldi sveindóm sinn á sama tíma og Catarina seldi meydóm sinn fékk aðeins þrjúþúsund dollara fyrir hann.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here