Sér ekki eftir að hafa verið gift Tom Cruise

Nicole Kidman segist ekki sjá eftir hjónabandi sínu við leikarann Tom Cruise. Leikkonan hefur ekki tjáð sig mikið um 10 ára hjónaband sitt við Tom en þau ættleiddu 2 börn saman.

Sjá einnig: Tom Cruise hefur ekki hitt Suri í yfir 800 daga

Hin 48 ára gamla leikkona sagði í viðtali við The Evening Standard að hún hafi verið ung þegar þau giftu sig árið 1990 en hún vilji ekki ræða það hjónaband þar sem hún er gift í dag öðrum manni.

Leikkonan var spurð hvort hún hafi lært eitthvað af því að vera gift Tom sem hún gerði öðruvísi í hjónabandi sínu við núverandi eiginmann sinn Keith.

Sjá einnig: Tom Cruise: Var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar

Í hvert skipti sem þú færð annað tækifæri þá er það gott, en hvert par er mismunandi.

Nicole og Tom ættleiddu 2 börn saman, þau Isabellu 22 ára og Connor 20 ára.

Í dag er Nicole gift tónlistarmanninum Keith Urban og eiga þau 2 ungur stelpur saman. Þær Sunday Rose 7 ára og Faith Margaret 4 ára.

2F4B1A4500000578-3356847-Reflection_She_said_she_was_young_when_they_tied_the_knot_in_199-m-38_1449883752327

2F087B2400000578-3356847-image-a-36_1449883653759

SHARE