Sjáðu hvað pabbi fann í herbergi látinnar dóttur

Athena Orchard frá Englandi uppgötvaði þegar hún var 12 ára gömul hnúð á höfði sínu. Hún lét sér fátt um finnast þar til hún féll í yfirlið á heimili sínu og í kjölfarið af því fékk hún þá greiningu að hún væri með beinkrabbamein á mjög alvarlegu stigi. Hún fór í aðgerð samstundis og þurfti að síðan að fara í stranga lyfjameðferð, sem því miður skilaði ekki árangri og Athena lést stuttu eftir 13 ára afmæli sitt.

Sjá einnig:Héldu að krabbamein væri þungun – Konan lést

Nokkrum dögum eftir andlát hennar tók faðir hennar sig til að pakka saman í herbergi hennar, en sér til mikillar undrunar uppgötvaði hann nokkuð ótrúlegt á bakhlið spegils sem var í herbergi hennar. Það voru næstum 3000 orð skrifuð á spegilinn og átti faðir hennar í miklum erfiðleikum með að lesa þau, því þau voru honum ofviða.

Sjá einnig: 16 ára gömul stúlka með krabbamein syngur „Fight Song“

11-1

Hér er nokkur orð sem Athena skrifaði á spegilinn sinn:

Hamingjan veltur á okkur sjálfum. Kannski er það ekki um góðan endi, kannski er það söguna.

Tilgangur lífsins er líf tilgangsins. Munurinn á milli þess venjulega og óvenjulega er þetta litla aukalega.

Hamingjan er átt, ekki áfangastaður. Takk fyrir að vera til. Verið hamingjusöm, verið frjáls, trúið, að eilífu ung.

Þú veist hvað ég heiti, en ekki sögu mína. Þú hefur heyrt hvað ég hef gert, en ekki það sem ég hef gengið í gegnum. Ástin er eins og ger, lítur vel út, en brotnar auðveldlega.

Hver dagur er sérstakur, svo gerðu það mesta úr honum. Þú gætir fengið banvænan sjúkdóm á morgun, svo gerðu það mesta úr hverjum degi. Lífið er aðeins slæmt ef þú gerir það slæmt.

Ástin er sjaldgæf, lífið er skrítið, ekkert varir að eilífu og fólk breytist. Lífið er leikur fyrir alla en ástin er eina gjaldið.

Ef einhver elskar þig, þá myndu þau ekki leyfa þér að renna sér úr greipum, sama hversu erfiðar aðstæðurnar eru. Mundu að lífið fer upp og niður, ef það fer ekki niður er kunnum við ekki að meta það þegar það fer upp.

Ég er að bíða eftir að verða ástfangin af einhverjum sem getur opnað hjartað mitt.

Ástin er ekki um hver þú getur séð fyrir þér að eyða framtíð þinni með. Hún er um þann sem þú getur ekki hugsað þér að lifa án.

55-1

Sjá einnig: Lítil stúlka með krabbamein syngur ,,Let It Go“

Athena hafði mikið dálæti af því að skrifa en sagði engum frá því að hún hefði skrifað aftan á spegilinn. Þrátt fyrir veikindi hennar var hún alltaf jákvæð og þegar hún horfði í spegilinn og sá hvernig krabbameinið var að fara með hana, vissi hún alltaf hvað hún hafði skrifað á bakhlið hans.

44-1

Fjölskylda hennar segist alltaf muna varðveita spegilinn.

SHARE