„Pirraða“ barnið slær í gegn á netinu

Ljósmyndarinn Lauren Carson hjá Drawing in Light Photography, sem sérhæfir sig í myndatökum á nýfæddum börnum, deildi þessum yndislegu myndum á samfélagsmiðlum og hefur fengið töluverð viðbrögð og fólk hefur haft mjög gaman að.

Lauren segist hafa fengið margar spurningar í kjölfar myndbirtingarinnar og segir að þessi litli drengur sé vissulega nýfæddur, þrátt fyrir alvörugefinn svip. Hann hafi verið 7 daga gamall og frekar stórgerður en ofsalega mikið krútt.

Skömmu eftir myndatökuna sofnaði drengurinn vært og rótt.


Sjá einnig:

SHARE