Sjö manns enn í gæsluvarðhaldi vegna manndráps

Sjö eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á máli er varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp, samkvæmt Rúv.is. Fjórir karlmenn og þrjár konur.

Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við miðilin að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort einhverjum verðu sleppt á næstunni. Fundað sé um málið nokkrum sinnum á dag.

Ákveða þarf á morgun, eða fyrr, hvort farið verður fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi eins einstaklings sem er í haldi þar sem sá úrskurður rennur brátt út. Ekki liggur fyrir hvort farið verður fram á lengra gæsluvarðhald.

SHARE