SJÓÐHEITT: Hvaða kyntröll gaf þau Kim og Kayne saman?

Sem væntanlega flestum þenkjandi Íslendingum er kunnugt fór fram brúðkaup um helgina. Einhverjir kunna að hafa heyrt hjónakorna þeirra getið; Kim nokkur Kardashian gekk sumsé í hnapphelduna með manni að nafni Kayne West. 

Ekki var til neins sparað, óprúttinn smellti mynd af brúðurinni í drifhvítum kjól og aðdráttarlinsur árvökulla ljósmyndara greindu útlínur veislugesta í glæstum salarkynnum ítalskrar hástéttarhallar.

 

Einhver smellti af mynd, deildi á Instagram og netið fór á hvolf – Kim Kardashian í hvítu:

 

 

 

Sjálf Beyoncé var orðuð við gestalistann en hyllti ekki hjónakornin með nærveru sinni, pressan vestanhafs fór á hliðina þegar frú Carter póstaði ljósmynd sem áður prýddi glansritið Vogue og óskaði þeim velfarnaðar á lífsleiðinni.

 

Þessi deiling gaf þeim langlífu sögusögnum að “Beyoncé og Kim þoli ekki hvora aðra” byr undir báða vængi, en sjálf eyddi fyrrnefnd helginni í faðmi fjölskyldunnar fjarri ys og amstri hversdagsins í Hamtptoms og deildi þessum árnaðaróskum þess í stað:

 

 

 

Einhverjir segja að Lana Del Ray hafi hafið upp raust sína í veislunni sem haldin var á undan sjálfri athöfninni og þegið rúma 2 milljón bandaríkjadali fyrir verkið, bróðir brúðurinnar brotnaði niður á LAX flugvellinum og afboðaði komu sína társtokkinn stuttu fyrir athöfnina, felldi tár þegar blaðaljósmyndari nokkur fór rangt með nafn þjóðþekktrar óperusöngkonu og svona mætti lengi áfram telja.

Já gott fólk, slúðurpressan beinlínis logaði um helgina, ætla mætti að konungborin hjón hefðu verið gefin saman frammi fyrir Guði og mönnum á laugardag og enn eru að birtast ógreinilegar og kornóttar ljósmyndir af því sem ætla mætti að væri sjálf Kim Kardashian, íklædd hvítu og á leið upp að altarinu.

Það sem okkur leikur hins vegar forvitni á að vita hér á ritstjórn er; Hvaða kyntröll gaf brúðhjónin eiginlega saman?

 

Já já. Þetta mun vera ljósmynd af prestinum sem gaf þau Kim Kardashian og Kayne West saman við hátíðlega athöfn nú um helgina, en hinn logandi heiti predikari, sem er um allt á veraldarvefnum og deilir óspart sjálfsmyndum – smellti af þessari eiturhressu mynd af sér og fylgdarliði um borð í flugvél á leið til Parísar, væntanlega til að gefa saman fyrrgreind um helgina.

Presturinn glaðlyndi mun sækja innblástur sinn í dægurlagatónlist og lofar gjarna Guð í skjóli sjálfrar Beyoncé, en hér má sjá nýlegan dreifimiða sem hann deildi á Instagram til að kynna fyrirlestraröð sína um eðli tilfinningasambanda:

 

 

Áhugasamir um brúðkaup Kim og Kayne geta elt merkið #kimyewedding á Facebook en kyntröllið með trúarlegu tilvísanirnar mun hins vegar frátekinn (sorry stelpur). Að vísu mun maðurinn óhræddur við að nýta samskiptamiðla til fulls og styðst við # merkið alræmda. Engum sögum fer þó af því hvað tilvísunin #intothenight á eiginlega að þýða, en öllu skiljanlegri eru þó orðin #bringthebrokenhome sem mun einmitt vera hlutverk presta; að veita sáluhjálp og aflausn synda.

 

Eitt er þó víst ef marka má gliturásjónu Guðsmannsins; það er í tísku að trúa!

Hún er á Instagram – smelltu hér

Instagram

 

 

 

SHARE