Skel með jarðaberjum og ferskjum – Dásamlegur eftirréttur

 

Maður skilur setninguna „ ávextir í eftirmat“ á nýjan hátt þegar maður fær  svona góðgæti. Skelin er stökk og ávextirnir mjúkir og sætir. Algjör ávaxtadraumur!

Skel með jarðarberjum og ferskjum 

Efni:

Í skelina:

 • 1-1/4 bolli hveiti
 • 1-1/2 tsk. sykur
 • 1/2 tsk  salt
 • 115gr kalt smjör  (skorið í bita)
 • 4 til 6 msk. ískalt vatn

Fyllingin:

 • 3 stórar ferskjur, niðurskornar
 • 1 bolli jarðarber, niðurskorin
 • 3-1/2 msk. sykur
 • 1 msk. hveiti
 • 1/2 tsk. vanillurdropar
 • 1 tsk. smjör
 • 1 egg
 • grófur sykur

Aðferð:

 1. Hrærið hveiti, sykur og salt saman.
 2. Skerið smjörið í bita og bætið því út í, hrærið.
 3. Bætið köldu vatninu hægt út í, hrærið þar til deigið er orðið að kúlu.
 4. Þrýstið deiginu á matardisk, stráið svolitlu hveiti yfir, setjið filmu yfir og geymið í ísskáp um klukkustund.
 5. Hitið ofninn upp í 220 C
 6. Látið jarðarberin og ferskjurnar í skál, stráið sykrinum og hveitinu yfir. Hrærið varlega til að blanda öllu saman og bætið vanilludropunum út í.
 7. Þeytið eggið.
 8. Fletjið nú deigið út þar til það er 30 cm í þvermál og setjið á bökunarplötu.
 9. Raðið jarðarberjum og ferskjum á deigið í hring sem er 20 cm í þvermál og látið smjörklípu hér og þar ofan á.
 10. Brettið brúnirnar á deiginu yfir ávextina (sjá mynd). Smyrjið egginu á deigið og stráið grófa sykrinum á.
 11. Bakið nú í 20-25 mín. Kælið svo dálitla stund.
 12. Berið fram með þeyttum rjóma ( sem gott er að bragðbæta með vanillusykri).

 

SHARE