Skelfilegar afleiðingar anorexíu – Vörum við myndunum

Rachel Farrokh (37) var nær dauða en lífi fyrir ekki svo löngu síðan og vill deila með heiminum sögu sinni. Hún gat ekki lengur staðið og fjöldi sjúkrahúsa neituðu að taka við henni vegna ástands hennar, en eitt sjúkrahús í Kaliforníu ákvað að taka við henni og nú getur hún í fyrsta skiptið í langan tíma staðið upprétt.

Rachel, sem er leikkona, hefur þurft að glíma við þennan hættulega sjúkdóm í um áratug. Núna hlýtur hún meðferð við sjúkdómi sínum og hefur það bjargað lífi hennar. Hún var orðin tæp 20 kíló sem er skelfilega lítið fyrir manneskju sem er um 170 sentimetrar á hæð. Læknar töldu of hættulegt fyrir hana að gangast undir meðferðina og að hún myndi eflaust ekki lifa það af.

Eiginmaður Rachael, Rod, hætti í starfi sínu til að sjá um hana allan sólarhringinn og er hann skiljanlega himinlifandi yfir því að  hún fái loks þá umönnun sem hún þarf. Læknar munu koma til með að gefa henni kaloríuríka næringu smátt og smátt og þar með auka skammt hennar jafnt og þétt til að koma meltingu hennar í gang aftur.

Rod hefur tekið upp myndbönd af konu sinni í meðferðinni og sett þær á netið. Hún getur staðið upprétt í fyrsta skiptið í marga mánuði en hann stendur þétt við bakið á henni og segir hann að meðferðin sé erfið og ströng.  Slík meðferð kostar mjög mikið, svo þau hafa þurft að stóla á fjárframlög frá fólki og eru þau því fólki mjög þakklát.

Rachel segir að baráttan sín hafi byrjað þegar hún var ung og vildi losa sig við nokkur kíló og ekki hafi liðið á löngu þar til hún var orðin skelfilega mjó. Henni finnst sárt að horfa til baka og sjá að anorexían hafi rænt hana mörgum árum af lífi hennar.

 

 

2A1E7B6600000578-3144981-image-m-20_1435694426443

2A1E7B8000000578-3144981-image-a-21_1435694441103

Betri tímar: Rachel með manni sínum Rod

2A1E7C8600000578-3144981-image-m-2_1435694657475

Fluttningurinn á annað sjúkrahús reyndist vera lífshættulegt fyrir Rachel

2A1E7C9200000578-3144981-image-m-25_1435694520739

Sjá einnig: „Anorexía rænir þig æskunni“ – Vildi vera ung alltaf og svelti sig frá 10 ára aldri

2A1E7C9900000578-3144981-image-m-13_1435694371978

Glöð að fá loks meðferð við veikindum sínum

2A1EBCB900000578-3144981-image-a-1_1435694225361

Rachel þurfti aðstoð við að standa upprétt

2A1EBCCC00000578-3144981-image-a-2_1435694227435

Sjá einnig: „Djöfullinn sjálfur sagði mér að svelta mig“ – var nær dauða en lífi af anorexíu

2A1EBCD400000578-3144981-image-a-3_1435694229757

28EBE57A00000578-3090351-_Kind_He_described_his_wife_as_a_captivating_and_amazing_woman_w-a-11_1432209432744 (1)

Áður fyrr var Rachel alltaf grönn en átröskunin náði tökum á lífi hennar

28EBE57E00000578-3090351-Husband_and_wife_Mr_Edmondson_who_longer_works_as_a_personal_tra-a-9_1432209432688

28EBE58A00000578-3090351-Couple_Ms_Farrokh_met_Mr_Edmondson_41_while_he_was_working_as_a_-a-7_1432209432625

28EC1E0000000578-3097441-Weak_In_the_video_Ms_Farrokh_says_Mr_Edmondson_both_pictured_has-a-17_1432646781481 (1)

Skinn og bein: Eiginmaður hennar ber hana niður stigann á heimili þeirra

 28EC042D00000578-3090351-Plea_Rachael_Farrokh_from_California_who_has_been_battling_anore-a-5_1432209432432

28EC182C00000578-3097441-Shocking_In_the_footage_she_explains_how_her_condition_has_sever-a-6_1432646196127 (1)

28EC042900000578-3090351-Sick_Ms_Farrokh_said_a_sudden_job_loss_and_a_painful_memory_from-a-8_1432209432668

  2915862A00000578-3097441-image-a-14_1432646306998

Þakklát: Rachel þakkar öllum þeim sem studdu hana í baráttu sinni

Heimildir: Dailymail

SHARE