SKYLDUÁHORF: 3.2 milljónir Facebook notenda hafa skoðun á þessari ljósmynd

Heilar 3.2 milljónir Facebook notenda hafa deilt ljósmyndinni sem hér má sjá að neðan; ríflega þrjár milljónir manns (en sá fjöldi spannar ágætt landsvæði) sýndu heiftarleg viðbrögð við líkamslögun hinnar áströlsku Taryn Brumfitt og uppátæki hennar hefur vakið jafnt viðbjóð, aðdáun, hneykslun og undrun almennings víða um heim.

En hvað er svona merkilegt við þessa mynd? Jú, samskeyttar ljósmyndirnar hér að neðan sýna líkamslögun konu og þær breytingar sem urðu á líkama hennar þegar hún lét af vaxtarræktarþjálfun og upplifði heilbrigða meðgöngu – en seinni myndin er tekin skömmu eftir að Taryn fæddi gullfallega dóttur sína í heiminn.

Fá orð eru nægjanlega sterk til að lýsa fádæmalausu hugrekki hinnar áströlsku Taryn Brumfitt, sem er í dag það efst í huga að kenna konum að elska eigin líkama af einlægni, að láta af þeim bábiljum að “hinn fullkomna kona sé lýtalaus” og það sem meira er; Taryn vill kollvarpa hugtökum tískubiblíunnar um kvenlega fegurð.

Taryn, sem sjálf er móðir ungrar stúlku, hyggur á gerð heimildarmyndar sem hún hefur gefið nafnið EMBRACE (Umfaðmaðu) þar sem hún hyggst fara vandlega ofan í saumana á því hvað veldur neikvæðri líkamsvitund meðal kvenna og hvað við konur – um gjörvallan heim – getum gert til að umbreyta eyðileggjandi ranghugmyndum okkar um eigið ágæti.

Með þá ákvörðun í huga lagði Taryn af stað fyrir skömmu. Vopnuð kvikmyndatökuvél og ómældu hugrekki, stoppaði hún vegfarendur – konur á leið sinni gegnum hversdaginn og lagði fyrir þær áleitna spurningu.

Og svörin létu ekki á sér standa, en: “Feit” – “Ólöguleg” – “Ófullkomin” – “Krumpuð” – “Ógeðsleg” – “Lágvaxin” spanna aðeins lítinn hluta þeirra neikvæðu lýsingarorða sem Taryn fékk að heyra þegar hún tók af skarið og ávapaði gerólíkar konur sem hún hitti á götum úti, en orðin sem hún bar upp voru þessi:

 

“Hvernig myndir þú lýsa þínum eigin líkama í einu orði?”

 

Svörin hér að ofan eru sláandi en þau eru því miður ekki einsdæmi heldur. Hvött áfram af óhemju sterkum viðbrögðum sem stök “Fyrir” og “Eftir” ljósmynd hlaut á netinu, dró Taryn almenningi loks skýr mörk og tók þá ákvörðun að safna fjármagni til gerð EMBRACE.

 

Þessi ljósmynd gerði allt brjálað á Facebook – en 3.2 milljónir notenda hafa skoðun á líkama konunnar: 

 

o-TARYN-BRUMFITT-570
Ljósmyndin af Taryn sem 3 milljónir Facebook notenda deildu og hrinti af stað gerð heimildarmyndar um mikilvægi jákvæðrar líkamsvitundar kvenna um allan heim.

 

En hvers vegna fékk myndin hér að ofan; “Fyrir og Eftir” myndin sem Taryn deildi með vinum sínum á Facebook jafn margar flettingar og raun ber vitni? Hvað er svona skelfilegt við það eitt að sjá konu, sem áður keppti til sigurs í fitness, afklæðast fyrir ljósmyndara í myndveri skömmu eftir að hún hefur fætt barn í heiminn?

Af hverju mærðu svona margir stúlkuna sem tiplaði bikiníklædd uppi á sviði og lét dómurum eftir að skera úr um hvaða stælti kroppur ætti að bera sigur úr býtum og hvers vegna bauð almenningi svo við að sjá brosmilda og nýbakaða móður án klæða í boðlegum stellingum?

 

Við gefum Taryn orðið, en hér má sjá sláandi sterka kynningarstiklu EMBRACE

 

Þú getur einnig lagt þitt af mörkum til gerðar myndarinnar – smelltu HÉR

SHARE