Slátrari auglýsti„Jeffrey Dahmer” tilboð. Ósmekklegt ?

Slátrari nokkur hefur brugðist við fólki sem „móðgaðist“ vegna tilboði sem hann bauð á kjöti sem vísar til alræmda raðmorðingjans Jeffrey Dahmer. Gareth Lewis, eigandi Ponty Butchers, sagði í samtali að hann hafi birt tilboðið á Facebook og Twitter eftir að hafa horft á þáttaröðina Dahmer – Monster: The Jeffrey Dahmer Story á Netflix með félaga sínum. Kjötverslun hans í Swansea í Wales, bauð tilboð þar sem viðskiptavinir gætu fengið nautakjöt, kjúkling, steik, pylsur, beikon og hakk fyrir aðeins 26,99 pund. Tilboðið hljóðaði þannig: „ Tilboðið er svo gott að Jeffrey Dahmer myndi tæma frystinn sinn!

Lewis sagðist ekki hafa ætlað að móðga neinn eða upphefja Jeffrey Dahmer með tilboði sínu en sagði auglýsinguna hafa heppnast vel. Hann útskýrði: „Það var í raun engin hugsun á bak við færsluna. „Ég birti auglýsinguna í síðustu viku og margir hafa haft samband og spurt hvort tilboðið sé enn í gangi.

„Ég og félagi minn vorum nýbyrjaðir að horfa á þáttaröðina kvöldið áður svo ég ákvað að bæta Jeffrey Dahmer færslunni við. „Ég var að vona að það myndi gera færsluna aðeins meira áberandi og það virðist hafa gert gæfumuninn. „Langflestir hafa ekkert útá færslunna setja, deilt henni og “taggað” fjölskyldu og vini og allt það, sem var í raun tilgangurinn með þessu. „Auðvitað færðu alltaf lítinn og háværan hóp af fólki sem móðgaðst bara til að móðgast. „Þetta var greinilega ekki meint á þann hátt að lofsama það sem raðmorðinginn hefur gert. Auglýsingin, sem einn Twitter notandi lýsti sem „hreinni snilld“, hefur fengið harða gagnrýni á netinu, en hann lætur það ekki hafa of mikil áhrif á sig.

„Ég hef fengið nokkur skilaboð sem segja þetta og hitt, en ég er með breytt bak og hef gengið í gegnum veri hluti en þetta….miklu verri„ Við erum vinsæl verslun í Swansea-dalnum og höfum ótrúlega viðskiptavini sem ferðast um Suður-Wales til að koma til okkar vikulega, frá Rhondda til vesturs í Cardigan.

„Eins og þú getur ímyndað þér, þá höfum við selt mikið af þessu tilboði í þessari viku. Sem er augljóslega frábært fyrir búðina, en líka gott fyrir viðskiptavininn. Þannig að allir eru að græða.” Ponty Butchers státar nánast eingöngu af fimm stjörnu umsögnum á Google. Twitter notandi, sem sagðist „Aldrei koma aftur“ eftir að hafa séð upprunalegu Facebook færsluna, hefur fengið meira en 7.000 “like” þegar þetta er skrifað. Annar skrifaði: „Þetta er bæði slæmt og fyndið á sama tíma.

„Öll athygli er betri en engin athygli” eins og einhver sagði. Hvað finnst ykkur?

SHARE