Sniðugar gjafir á bóndadaginn – 7 atriði

Nú er bóndadagurinn næsta föstudag og því tilvalið að fara að huga að því hvað skal gera fyrir bóndann (ef hann verður það heppinn!)
Ég verð að viðurkenna að ég var búin að steingleyma því að bóndadagurinn nálgaðist og það var ekki fyrr en hann Yngvi á Fm957 spjallaði við mig og bað okkur stúlkur frá Hún.is að koma í þáttinn til sín og spjalla aðeins um bóndadaginn að ég fattaði að ég hafði ekkert planað næsta föstudag fyrir minn mann. Það er aldrei að vita nema hann verði heppinn en hvað sem því líður smellti ég nokkrum hugmyndum hér inn fyrir ykkur sem eruð í vanda með að finna eitthvað sniðugt.

1. Eitthvað fyrir hann
Bóndadagurinn er auðvitað dagurinn fyrir hann. Karlmenn eru nú frekar auðveldir í þessum málum og það yrði líklega vinsælt á mörgum heimilum að elda fyrir hann uppáhaldsmatinn hans, smella honum fyrir framan Playstation á meðan þú eldar, henda í hann eins og einum bjór og leyfa honum svo að borða yfir tölvunni eða sjónvarpinu, hvort heldur sem hann fílar. Ekki væri slæmt að enda kvöldið á einhverju sem er fyrir ykkur bæði, þú veist hvað ég meina..

2. Krydda upp á kynlífið
Hvaða manni fyndist ekki gaman að konan sem hann elskaði kæmi honum á óvart og gerði eitthvað einstaklega skemmtilegt og kynþokkafullt. Það gæti verið jafn auðvelt og að fara í falleg undirföt og taka á móti honum á engu nema undirfötum og hælum. Annars þekkir þú manninn þinn best og veist hvað hann fílar, svo að um að gera að njóta dagsins tvö saman og gefa honum “the night of his life”
Þeir elska þegar við tökum frumkvæðið og gerum eitthvað skemmtilegt. Kostar ekki neitt og er bæði gott og gaman!

3.Gefa honum eitthvað sem hann hefur gaman af
Þar sem þetta er bóndadagur fyndist mér tilvalið að gefa honum eitthvað sem hann gæti notið, jafnvel eitthvað sem þér finnst kannski ekkert voðalega skemmtilegt en hann getur þá gert með vinum sínum. Ég veit ekki hvað þinn maður fílar en nokkrar hugmyndir: Gjafabréf í Paintball, LazerTag, Gokart, fara 2 saman á skotsvæðið þar sem þið getið skotið með boga og örvum hjá bogfimisetrinu, kassa af bjór eða áskrift af stöð2 sport í mánuð. Kannski ekkert spes fyrir þig (þó ég væri aldeilis til í að fara með í t.d. Gokart & á skotsvæðið) en eitthvað sem hann getur gert með félögunum, þá getur þú haft stelpukvöld á meðan.

4. Eitthvað persónulegt.
Ég gaf mínum unnusta fallega scrapbook með myndum og texta af ýmsum skemmtilegum stundum sem við höfum átt saman síðan við byrjuðum saman.  Ég var ekki alveg viss hvort hann yrði ánægður, eða hvort þetta væri kannski bara eitthvað sem við stelpur kynnum að meta, but boy was i wrong. Hann var ótrúlega glaður með þetta og strákum finnst þetta alveg jafn gaman og okkur. Þetta er eitthvað sem maður leggur mikla vinnu í og er gaman að eiga. Það er auðvitað hægt að gefa ýmsar persónulegar gjafir en þetta er bara ein hugmynd.

5. Af hverju ég elska þig
365 ástæður af hverju ég elska þig. Þú skrifar á miða allt sem þér dettur í hug, brýtur þá saman og gefur honum í krukku. Annaðhvort á hann eftir að halda að þú sért bunny boiler eða honum á eftir að finnast þetta æðislega sætt.

6. Líkamsnudd
Þið getið borðað góðan mat saman, svo getur þú látið renna í bað fyrir hann, ferð að sjálfsögðu með honum. Baðið mýkir vöðva hans og eftir baðið verður þú með allt tilbúið inn í herbergi, kerti og kósý tónlist, nuddolíu og þú gefur honum líkamsnudd, nakin jafnvel! ekki sakar að nuddið hafi happy ending..

7. Eitthvað frítt

Þetta qoute sá ég um daginn og ákvað að skella því hér inn

“Women, stop buying us shit we don’t need. The 2 gifts we love are free. FREE. Blowjobs and silence.”- Rauphie May.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Eigið þið góðan bóndadag, þetta snýst ekkert um dýrustu gjöfina, hugsunin á bakvið hana er það sem gildir right?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here