Á sláandi öryggismyndbandi sem bandaríska slúðursíðan TMZ hefur undir höndum og inniheldur upptöku af ferðalagi þeirra hjónakorna Beyoncé og Jay Z, sem stíga hér að neðan inn í lyftu að loknu Met Gala, má sjá hvar systir Beyoncé, Solange, ræðst af slíkri heift á mág sinn að lífvörður Beyoncé verður að lokum að skerast í leikinn og halda Solange í heljargreipum.

Atvikið, sem má sjá hér að neðan, sýnir Solange, sem stígur inn í lyftuna á eftir systur sinni og mági – ráðast heiftarlega og af alefli á Jay Z, sem gerir lítið annað en að verjast höggunum og grípur á einhverjum tímapunkti í fótlegg Solange, sem sparkar af lífs og sálar kröftum í mág sinn.

Beyoncé stígur að lokum á milli og tekur sér stöðu fyrir framan eiginmann sinn meðan lífvörður hennar heldur systur hennar niðri.

Þetta atvik átti sér stað þegar hópurinn bjóst til að fara heim að loknu Met Gala kvöldinu, en ef grannt er skoðað sést hvar öryggisvörðurinn reynir að þrýsta á öryggishnappinn til að stöðva lyftuna, sennilega í þeim tilgangi að vernda hlutaðeigandi fyrir vökulu augu heimspressunar.

Solange og Beyoncé héldu því næst saman út í eina bifreið en Jay Z yfirgaf vettfanginn í annarri bifreið einsamall.

 

Eru alvarlegir brestir í hjónabandi Beyoncé og Jay Z sem þau halda vandlega leyndum? 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”a0F0VZakDx0″]

SHARE