Sprenging í Whole30

Íslendingar virðast áhugasamir um að bæta samband sitt við mat

 

Fjöldi meðlima í Facebook-hópnum Whole30 Iceland hefur tífaldast frá því að viðtal birtist við Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur í amk um síðustu helgi, þar sem hún sagði frá því hvernig hún hefur misst 30 kíló á frá áramótum á hreinu matarræði. Þegar Inga kom í viðtal voru rétt rúmlega 100 meðlimir í hópnum, sem var þá mánaðargamall, en nú telur hópurinn rétt tæplega 1200 manns.

Ljóst er að viðtalið við Ingu vakti mikla athygli á Whole30 matarræðinu og ávinningi þess, og Íslendingar virðast áhugasamir um að bæta samband sitt við mat. En whole30 matarræði snýst fyrst og fremst um að borða eins hreina fæðu og hægt er í þrjátíu daga í senn. Sleppa mjólkurvörum, viðbættum sykri, mjöli, belgaldinum og áfengi.

Upphaflegt markmið Ingu var að missa kíló en ávinningurinn hefur orðið mun meiri. Fyrir utan almennt betri líkamlega heilsu hefur Inga getað dregið úr notkun insúlíns, sem hún tekur við insúlínháðri sykursýki og jafnari blóðsykur hefur bætt andlega heilsu til muna.

Greinin birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE