Staðfestu samband sitt með innilegri stund fyrir framan ljósmyndarana

Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar ættu að vita það að Rob Kardashian er loksins komin aftur í sviðsljósið eftir að hafa forðast það eins og heitan eldinn síðustu ár.

Sjá einnig: Auglýsir sokkalínu Rob Kardashian með undarlegum hætti

Hlutirnir breyttust mikið fyrir Rob eftir að hann byrjaði með núverandi kærustunni sinni, Blac Chyna, en eftir uppákomu gærdagsins ætti enginn að vera í vafa með það hvort þau séu saman eða ekki.

Ljósmyndarar náðu mynd af þeim í afar innilegum sleik fyrir utan húðsnyrtistofuna Epione. Blac var ákafari en Rob í því að sýna heiminum að þau ættu svo sannarlega í ástarsambandi en Rob virtist vera spenntari fyrir því að fara inn í bíl.

Sjá einnig: Rob hefur snúið lífi sínu í 180 gráður

Robert sem þyngdist um rúmlega 45 kíló á síðasta ári er byrjaður að grennast aftur og lítur hann stöðugt betur út. Hann hefur með hjálp Blac verið að einbeita sér að því að æfa og borða heilsusamlegra fæði sem er greinilega að skila honum árangri.

315BD5C500000578-3453988-image-a-10_1455852450551

315BD20B00000578-3453988-image-a-14_1455852481172

 

315BD08B00000578-3453988-image-a-16_1455852504022

315BC81200000578-3453988-image-a-18_1455852574836

315BC81A00000578-3453988-image-a-19_1455852578529

315B5EC000000578-0-image-a-1_1455849796058

SHARE