Steikt ýsa með paprikusalsa

Ég elska fisk og þessi réttur gerir mig glaða, hann er svo góður!

Uppskrift:

800 gr ýsa

3 egg

1 ,5 dl rjómi

1/4 tsk paprikuduft

100 gr pizza ostur

1 msk smjör

1 msk matarolía

pipar, nýmalaður

Paprikusalsa:

1 stk rauð paprika

1 stk græn paprika

1 stykki paprikuostur ( kringlótti)

1,5 dl steinselja söxuð

2 msk olívuolía

salt og pipar

Aðferð:

ýsan skorin í litla bita. Egg, rjómi, saly og pipar hrært saman og ýsunni velt up úr blöndunni. Ýsan steikt báðu megin upp úr olíu og smjöri. Ýsan er svo sett í eldfast mót og restin af eggjablöndunni helt yfir, pizzaosti stráð yfir og svo bakað í ofni við 180 gráður í 15 mínútur.

Paprikan, osturinn skorin í teninga og öllu blandað saman hrært vel í.

Gott að bera fram með glænýjum kartöflum.

SHARE