Strumpadagurinn er 22. júní – Blár ís og candyfloss

Fæðingardagur Peyos, skapara Strumpanna, er haldinn hátíðlegur um allan heim.

Þetta er í annað sinn sem Alþjóðlega Strumpadeginum er fagnað um allan heim, en ljóst sterk hefð er að verða til fyrir honum í fjölmörgum löndum. Árið 2011 voru viðburðir víða um heim í tilefni dagsins, þar sem blái liturinn og Strumparnir voru hylltir. Ísland var engin undantekning og verður ekki heldur nú í ár.

Dagurinn verður líkt og síðast haldinn hátíðlegur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Garðurinn verður rækilega skreyttur Strumpabláum lit; fánar og blöðrur út um allt. Þá verður hægt að fá sérstakalega útbúinn bláan ís og blátt candyfloss. Ókeypis andlitsmálning verður í boði fyrir þá sem vilja og það er ekkert aldurstakmark. Siðast en ekki síst mun bregða fyrir alvöru tveggja metra háum Strumpi, en hann vekur alltaf mikla lukku hvert sem hann fer.
Garðurinn opnar klukkan 10:00 á laugardaginn og er opinn til klukkan 17:00, spáð er góðu skapi og mikilli gleði. 

Dreifingaraðili myndarinnar, Sena, stendur á bak við daginn og heldur merkjum og minningu Peyos á lofti með því að taka þátt í að tengja allan heiminn saman af þessu tilefni, í samstarfi við Sony, framleiðendur kvikmyndarinnar  Strumparnir 2 sem frumsýnd veðrur hérlendis 31. júlí.

strumparnir

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here