Þegar ég missti mömmu mína úr krabbameini 2007 þá hugsaði ég oft hversu gott það væri að hafa einhvern sem var ekki of náinn fjölskyldunni og hefði lent í þessu sama og gæti hjálpað mér að vera sterk.

Ég hef oft verið beðin um að tala við krakka sem hafa lent í því sama og ég og mér finnst yndislegt að geta hjálpað til eins og ég hefði viljað að einhver hefði gert fyrir mig.

Ég vil halda þessu áfram! Ef þig eða einhvern sem þú þekkir vantar svona aðstoð þá er ég á Facebook og ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa 🙂

Jóna Særún.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here