Undirbúningstími 90 mín.

Botn
225 gr. hafrakex
120 gr. sykur
120 gr. smjör

Setjið hafrakex og sykur í matvinnsluvél þar til kexið er orðið að fínni blöndu. Bræðið smjörið og blandið saman við með sleif. Setjið í eldfastmót 20×20 eða meðalstórt form og þrýstið hafrakexblöndunni vel ofan í botninn. Gott að setja smjörpappír í botninn á forminu svo auðvelt sé að ná kökunni upp úr. Bakið í 10 mín. við 180 gráðu hita. Kælið alveg.

Súkkulaðiostakaka
370 gr. rjómaostur
95 gr. dökkt kakó
90 gr. sykur
2 egg
7 kitkat pakkar

Raðið öllu kitkatinu jafnt og þétt ofan á hafrakexbotninn.
Þeytið saman rjómaostinn, kakókið, sykurinn og eggin þar til blandan verður orðin létt í sér og allt hefur blandast vel saman.
Setjið rjómaostablönduna yfir kitkatið, það þarf að smyrja blöndunni yfir kitkatið því hún er örlítið þykk. Dreifið varlega úr rjómaostablöndunni með sleif.
Bakið í 35 mín. við 180 gráðu hita. Kælið.

Súkkulaði ofan á.
300 gr. dökkt súkkulaði
130 gr. smjör

Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði og hellið því yfir kælda ostakökuna.

Skreytið með bræddu hvítu súkkulaði.
100 gr. hvítt súkkulaði
30 gr. kókosolía eða smjör.

Bræðið yfir vatnsbaði og skreytið af vild.

Þegar súkkulaðið hefur náð að storkna ofan á kökunni er hún skorin í bita.

Uppskriftina fengum við hjá Thelmu á frábæru síðunni hennar Freistingar Thelmu sem má finna hér.

SHARE