Súper einfaldur kjúklingaréttur

Hér er einn kjúklingarétturinn hennar Röggu mágkonu, hvað get ég sagt!

Konan er ástríðukokkur.

Uppskrift: 

3 kjúklingabringur

2 dl sýrður rjómi

2 dl salsa sósa

2 til 3 hvítlauksgeirar

salt og pipar

Aðferð:

Bringurnar eru settar í eldfast mót, öllu hinu hrært saman og helt yfir bringurnar.

Bakað í ofni við 180-200 gráður í 40 mín.

Gott að bera fram með hrísgrjónum og salati

SHARE