Ljósmyndin af hungruðu fegurðardísinni sem ofurölvi eftir eigin brúðkaupsveislu, slagaði upp að Taco Bell og pantaði sér skyndibita ásamt eiginmanni sínum hefur farið eins og eldur um Reddit undanfarna daga, en rúmir 1.600.000 notenda hafa þegar deilt myndinni alræmdu.

Samkvæmt því sem fylgdi sögunni var Taco Bell staðsett við hliðina á hótelinu þar sem nýbökuð brúðhjónin eyddu nóttinni, en það var brúðguminn sjálfur sem deildi myndinni á Reddit með orðunum:

„Hér er konan mín ofurölvi að reyna að leggja inn pöntun á Taco Bell eftir brúðkaupsveisluna okkar”

Burt séð frá því hvort slík hegðun fellur undir siðsamt atferli á sjálfa brúðkaupsnóttina verður að segjast sem er; sú kona sem getur slagað tignarlega að skyndibitalúgu og borið sig eins og hefðarmær fær tíu í okkar bókum.

Hér má svo sjá hina lánsömu brúður allsgáða og í fullum brúðarskrúða á stóra daginn, stuttu áður en kampavínsdrykkjan fór úr böndunum með fyrrgreindum afleiðingum:

Uui4zhR

SHARE