Svefnleysi hefur mikil áhrif á líkamsstarfsemina

Fullyrt er að svefnleysi hafi áhrif á starfsemi gena sem stjórna streitu og endurnýjun fruma sem getur valdið heilsutjóni.

Læknar vita að þegar fólk er til langs tíma illa sofið er það hættulegt heilsunni. Þeir sem vinna á nætuvöktum  eða eru að lesa mikið fyrir próf og fá að jafnaði minni svefn en við hin er líklegra til að safna fitu og fá hjarta- og æðasjúkdóma en við sem fáum okkar átta tíma svefn á hverri nóttu.

Nú vita vísindamenn meira en áður um hvernig svefnleysi leiðir til veikinda. 

Tilraun var gerð á 26 sjálfboðaliðum sem fengu allir lítinn svefn í sjö nætur og voru virkir fram efir öllu. Það kom rannsakendum á óvart hvað miklar og alvarlegar  breytingar urðu á genum fólksins.

“Það er alveg hægt að sjá á þessu að svefnleysi hefur áhrif á heilsuna til hins verra“, segir Colin Smith sem stjórnaði mikilli rannsókn á svefnvenjum við háskólann í Surrey á Englandi.

Vísindamenn hafa lengi velt fyrir sér hvaða tilgangi svefninn þjónar. Árum saman beindist athyglin að heilanum en faraldursfræðingar tóku eftir því að fólk sem fer mjög snemma eða seint á kvöldin til vinnu eða sem sefur yfirleitt lítið er fleira með sykursýki og háan blóðþrýsing en aðrir svo að eitthvað sé nefnt.

Líffræðingar fundu út að fólk sem sefur of lítið framleiðir meira af streitu hormóninu cortisol  og ghrelin hormóni sem stjórnar matarlyst en fólk sem sefur nóg og eru þetta aðeins tvær af ýmsum fleiri efnafræðilegum breytingum sem verða í líkama fólks sem sefur lítið.   Áður héldum við að svefninn skipti öllu fyrir heilann en nú vitum við að hann skiptir afar miklu fyrir alla líkamsstarfsemina, segir Dr. Charles Czeisler við læknadeild Harvard háskólans.

Svefnleysi hefur skaðleg áhrif á genin
Ítarleg svefnrannsókn sem var gerð á hópi ungmenna við háskóla einn í Bandaríkjunum leiddi í ljós svo að ekki þykir nokkur vafi á að við svefnleysið urðu skaðlegar breytingar á  starfsemi genanna. Rannsóknin stóð  aðeins yfir í eina viku og kom það rannsakendum á óvart hve  skamman tíma það tók þar til genabreytingar komu í ljós.

Samkvæmt þessari rannsókn er talið að u.þ.b. 30 % fullorðins fólks í Bandaríkjunum sofi  aðeins í 6 klukkustundir eða jafnvel færri stundir sem leiðir hugann að því að líkamar milljóna manna liggja ef til vill undir skemmdum..

Áður fyrr hafa svefnrannsóknir aðallega verið gerðar á dýrum, einkum músum og breytingar á heila og lifur hafa  verið athugaðar en ekki er hægt að yfirfæra niðurstöður þessara rannsókna yfir á fólk.

Læknar verða að reiða sig á mat sjúklingsins á því hvað honum finnst hann þreyttur. En koffín ruglar merkin sem segja heilanum að þörf sé á meiri svefni og fólk heldur þá að það hafi fengið nægilegan svefn.

Fólk þarf að vera vel á verði því að svefnleysi eykur líkur á alls konar krankleika sem fólkið fær þegar það sefur ekki nóg um langan tíma.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here