Sverrir Bergmann – Lenti í vægast sagt vandræðalegri reynslu sem unglingur!

Fullt nafn: Sverrir Bergmann Magnússon
Aldur: 32
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Atvinna: Söngvari, sjónvarpsmaður, teiknari og animator…

Hver var fyrsta atvinna þín?
Ætli það hafi ekki verið unglingavinnan á Sauðárkróki bara. En ef við lítum til starfs sem ég vann meira en bara yfir sumartímann þá vann ég hjá OZ árið 2001 fyrst og þá sem forritari og grafík dundari.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
Ég á heima á Sauðárkrók mynd af mér í grænum glansbuxum, svartri silkiskyrtu og með aflitað hár. Hvernig það gerðist veit ég ekki.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
Já alveg haug. Ef ég segist ekki ætla að segja neinum frá einhverju þá stend ég við það.

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
já, hafa ekki allir lent í því. Sem maður sem er að missa hárið vil ég meina að þetta sé lúxus vandamál.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Nei. Ef fólk vill fela eitthvað fyrir mér þá vil ég ekki sjá það.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Koma til dyranna sem unglingur og skilja ekki afhverju stelpurnar tvær sem voru að banka upp á voru eitthvað skrýtnar. Labba svo tilbaka inn í hús eftir að kveðja og átta sig á því að buxnaklaufin var opin og vinurinn var úti, skelfilegt.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
ætli það sé ekki http://www.rotoworld.com/playernews/nba/basketball-player-news/?rw=1 þar sem ég skoða helstu NBA fréttir.

Seinasta sms sem þú fékkst?
“Ekkert stress” frá Tómasi Jónssyni eðalmanni

Hundur eða köttur?
Hundur

Ertu ástfangin/n?
Já 😀

Hefurðu brotið lög?
Já. Hef verið tekið fyrir of hraðan akstur. Dýrt spaug.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Nei

Hefurðu stolið einhverju?
Já það gerði ég einhverntíman sem unglingur, og sé enn eftir því.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Það er ekki til neins að vera að spá í svoleiðis hlutum. Maður á alltaf að horfa fram á við og læra af mistökunum.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Hel slakur einhversstaðar að syngja, teikna og spila tölvuleiki (nokkurnvegin það sama og ég geri í dag :))

Okkur finnst Sverrir æðislegur og fannst tilvalið að birta uppáhalds lagið á nýju plötunni!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here