Já, eins og við vitum mörg hver, þá er þessi maður, viðskiptajöfurinn Donald Trump að bjóða sig fram til næsta forseta Bandaríkjanna. Mjög margir hafa sínar skoðanir á útliti hans og vekur þá sérstaka athygli litatónn húðar hans. Donald er nefnilega þekktur fyrir að láta vart sjá sig án þess að vera búinn að bera á sig brúnkukrem, eða réttara sagt kasta á sig brúnkukremi. Einkenni hans er léttur appelsínugulur tónn með jafnvel hvít augnlok.

Sjá einnig: Stórfurðuleg mynd af Donald og Ivanka Trump komst upp á yfirborðið

Margir segja að þetta litaval frambjóðandans stingi í augun, svo einn tók sig til og útbjó mynd af manninum, þar sem hann ber engin ummerki brúnkukrems og kemur hún bara stórvel út miðað við hinar vanalegu myndir.

Sjá einnig: Leggðu brúnkukremið frá þér – Myndir

 

d4

 

 

d1

Eins og hann lítur vanalega út: Donald fer ekki út úr dyrunum án þess að skella á sér brúnkukremi.

Sjá einnig: Tiffany Ariana Trump er vinsæl á Instagram

d3

SHARE