Sykurlaus himnasending – Súkkulaðidúllur með hnetusmjöri

Hver vill ekki njóta góðgætis án samviskubits? Til eru ótal uppskriftir af sykurlausu nammi og kökum, svo allir sem njóta sætinda ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér er uppskrift af dásamlegum súkkulaðidúllum, fylltum með hnetusmjöri, sem setja bros á þitt andlit þegar sykurpúkinn bankar upp á.

Sjá einnig: Sykurlaus eplakaka með pekanhnetukurli – uppskrift

7673077424_4566efce67_z

Neðri hlutinn:

2 msk. kókosolía, brædd

1/4 bolli mjúkt hnetusmjör

1 tsk. vanillu extract

1/4 bolli ósætt kakóduft

smá stevía

Efri hluti:

2 msk. kókosolía, brædd

1/4 bolli mjúkt hnetusmjör

1/2 tsk. vanillu extract

smá stevía.

Sjá einnig: Sykur og sögusagnir

Aðferð:

Hrærið innihaldið í neðri hlutanum saman og setjið í formin hálfa leið. Setjið formin með neðri hlutan í frysti í um það bil 15 mínútur á meðan efri hlutinn er blandaður. Fyllið síðan formin með seinni blöndunni og setjið formin aftur í frystirinn og fyrstið þar til að blandan hefur harðnað. Best er að geyma dásemdina í frysti.

SHARE