Í nýjasta þættinum af Keeping Up With the Kardashians, sem sýndur verður vestanhafs á sunnudag, má sjá þegar þær Kim og Kortney Kardashian saka Khloe Kardashian um að hafa farið í einhverskonar fegrunaraðgerðir. Kim liggur ekki á skoðunum sínum:
Allt andlitið á þér hefur breyst!
Kim sakar Khloe um að hafa fengið sér fyllingar í varirnar en Khloe gengst ekki við neinu og þvertekur fyrir það að vera að nota efni á borð við bótox.
Sjá einnig: Khloe Kardashian svindlaði og fór í fitusog
Í þættinum má sjá hvernig Kim og Kourtney skoða myndir af Khloe hlæjandi á meðan þær benda á hvað hefur breyst í andlitinu á henni.