Tælenskur kjúklingur – Uppskrift

Sætt og safaríkt

Ertu orðin þreytt á kjúklingnum? Prófaðu þenna rétt- ga kho- frá Tælandi. Hann er bragðmikill og þó nokkuð sterkur.

 

Maður gæti haldið að það hafið tekið marga klukkutíma að útbúa þennan mat. En svo er alls ekki og þess vegna er tilvalið að elda hann eitthvert kvöldið þegar komið er heim úr vinnu. Það er ágætt að  bera hann fram með hrísgrjónum.

 

Fyrir 4-6

Efni:

 • 500-700gr kjúklingalæri (beinlaus og skinn fjarlægt )
 • 2 matsk olía
 • 4 hvítlauksgeirar (marðir)
 • biti af nýju engifer (2,5 cm ) skrælt og raspað
 • 2-3 litlir skallot laukar, smátt saxaðir
 • 1-3 chili pipar  (eða jalapeños), sneiddar
 • 3 matsk fiskisósa

 

 • 2 matsk púðursykur
 • 1 matsk sykur
 • 1/2 tsk svartur pipar
 • 1/4 bolli vatn
 • 6-8 vorlaukar, skornir í u.þ.b. 5cm búta

Aðferð:

 1. Skerið kjötið í frekar stóra bita.
 2. Hitið olíuna og steikið kjötið þar til það er gegnsteikt. Ýtið kjötinu út að brúnum pönnunnar, látið hvítlauk, engifer, skallot lauk og chilí piparinn á pönnuna, hreyfið þessa blöndu til á pönnunni  öðru hverju.
 3. Blandið fiskisósu, sykri og svörtum pipar í skál og látið út á blönduna  á pönnunni.
 4. Þegar blandan er orðin mjúk er öllu á pönnunni  hrært saman.  Þá er vatninu hellt saman við og látið krauma þar til kjúklingurinn er örugglega gegnsteiktur. Dreifið vorlauknum yfir réttinn.
 5. Berið fram með hrísgrjónum.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here